Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 87
UMSAGNIR UM BÆKUK annan liátt en venjulegum bókmentum; þeir þýða þær á venjulegt nútímamál, en gengur þar erfiðlegast glíman við skálda- málið; dróttkvæðnr skáldskapur var ekki skapaður á ensku, og það er sennilega orð- ið of seint að vinna honum þegnrétt í ensk- um bókmenntum úr þessu. Arið 1957 kom Gunnlaugs saga ormstungu út í Edinborg í þýðingu R. Quirks með skýringum og for- mála eftir Peter G. Foote. Sú þýðing er ein- föld, örugg og tilgerðarlaus, og hið sama er að segja um þýðingu Pauls Schachs. Hún er ekki vísindaleg í þeim skilningi, að þar séu miklar vangaveltur um uppruna textans og einstök cfnisatriði. Schach leggur texta útgáfu Einars Ólafs Sveinssonar (Islenzk fornrit IV. b.) til grundvallar þýðingu sinni, en skýrir neðanmáls staðhætti, nöfn og önnur efnisatriði, sem erlendum lesend- um verða ekki fullljós af texta sögunnar. Fyrst og síðast vakir fyrir þýðanda að fá enskumælandi lesendum í hendur aðgengi- legan texta sögunnar, svo að hver geti les- ið, sem vill, og notið hennar sem bók- mennta og fræðirits, eftir því sem hugur þeirra gimist. Þetta hefur honum tekizt vel, og stuttur formáli eftir Hollander er óhefð- bundinn, ferskur og ágæt lesning. Hann bendir á, að sagan er ekki hnitmiðuð að formi og byggingu eins og nútíma skáld- saga; hún hefur ekkert ,plot‘, birtir okkur ekki gerviheim sannrar listar, ef svo mætti að orði komast, heldur er hún skýrsla um líf fólks á löngu hálendu nesi. Bókmennta- fræðingar nútímans hafa ótalmargt við Eyrbyggju að athuga, en þó hefur hún á sér eitt aðalsmerki sannra bókmennta; per- sónur hennar eru lifandi fólk, yfirleitt hvorki gott né vont, heldur sannir menn með kostum og göllum. Höfundurinn er auðsæilega úr stórbændastétt, haldinn and- úð á þrælum, spottar leysingja, en ber mikla virðingu fyrir fomum siðum. í Eyr- byggju kennir engrar hrifningar né utanað- lærðs helgistíls í frásögnum af kristnitöku og trúarskiptum; höfundur fylgir Birni austræna, sem þótti það lítilmannlegt að hafna fornum siðum, „þeim er frændur þeirra höfðu haft“. Eyrbyggja fer með okk- ur aftur í aldir, kynnir okkur menn og mál- efni í heilu byggðariagi á svo raunsannan hátt, að við erum áður lýkur orðin sveitföst í héraðinu, þótt 1000 ár skilji á milli. I öll- um sínum margbreytileik er Eyrbyggja ein- stæð jafnvel meðal íslendinga sagna; hún er bók hjátrúar og raunsæis, hversdags- leika og snilldar, skáldskapar og trúrrar fræðimennsku. Oðrum sögum fremur er hún örugg heimild um fornt mannlíf á Is- landi; en hún er miklu meira én fræði- mannlegur samtíningur. Það er talið menntandi að gista framandi þjóðir, kynn- ast siðum og háttum fólks í fjarlægum löndum. Eyrbyggja gerir hverjum, sem nennir að lesa, kleift að ferðast aftur í aldir, dveljast með fólki, sem átti sér ekkert tæki á hjólum, en glímdi við vandamál ást- ar og haturs, ágirndar, drottnunargirni, hégómagirndar og hefndarþorsta engu síð- ur en steigurlátar kynslóðir 20. aldar. Paul Schach og L. M. Hollander hafa reynt að gera löndum sínum slíka menningarreisu auðveldari og aðgengilegri en áður með þýðingu sinni. Vonandi verða margir til þess að leggja í ferðalagið sjálfum sér til uppbyggingar og ánægju. Bókin er vönduð og fögur að frágangi og kostar 4,25 dali. Þýðendur eiga miklar þakkir skyldar fyrir verk sitt. Ég vil benda mönnum á, að eigi þeir enskumælandi kunningja, sem þeir vilja senda litla vinar- gjöf, þá er Eyrbyggja í þýðingu Pauls Schachs og Hollanders til valin. Bjöm Þorsteinsson. 421
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.