Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Page 10
Tímarit Máls og menningar áþekkra rannsókna annarsstaÖar í vanþróuðum löndum. Þess er naumast að vænta að hann hverfi fyrst um sinn heim til vísindastarfa hér. Rannsóknir Hermanns í Perú hafa reynzt mikilvægar og hafa að hans sögn verið skemmti- legar. Hvernig kunnir þú við þig í New York, eða hvernig féll þér þar borgar- lífið og hin bandaríska menning? Ég kunni ekki vel við mig í New York, þó að borgin hafi að vísu flestum stöðum meira upp á að bjóða af fráhærri list, einlcum tónlist, og ágæt söfn. En Manhattan-eyja er orðin allt of mannmörg. Mannhafið og umferðaþvargið er óvinur einstaklingsins nr. 1. Þetta þverúðuga viðhorf gagnvart þeirri per- sónu sem næst manni stendur — eða er í þann veginn að troðast fram hjá eða þramma beint í veg fyrir mann — selur kurteisissnauðan blæ á alla umgengn- ismenningu. Slíkur bragur vex úr jarðvegi himinhárra og kaldra skýjakljúfa, þar sem lögmál auðsins virðast einráð og munu í fullkomnu tillitsleysi halda áfram að hrúga í kös fleiri milj ónum manna, svo lengi sem það „borgar sig“. Fleiri og breiðari akbrautir og bílar, sem ekki mega nema staðar eða aka hæg- ar en 90 km á klst., eru smám saman að leggja undir sig austurströnd Banda- ríkjanna, og það má heita ókleift að finna nokkursstaðar nálægt heimsborg- inni grænan blett þar sem hvíla mætti lúin bein eða naga puntstrá. Skylt er þó að geta þess að tekizt hefur að varðveita á miðri Manhattan allstóran garð með grænum grundum, trjám og dýragarði (Central Park) og þangað lagði ég oft leið mína um helgar. Á námsárum mínum í Bandaríkjunum dvaldist ég í íþöku, litlum og fallegum háskólabæ, og þar ríkti ánægjuleg menning. í New York ríkir fremur óskemmtileg „menning“, og er kannski varla sann- gjarnt að kalla hana „bandaríska“. Annars munu vera allmargar „menningar“ í þvísa landi. Þú hefur verið í Bandaríkjunum í forsetakosningunum og fylgzt með bar- áttu forsetaefnanna. Hvernig jinnst jylgismönnum Johnsons hann hafa staðið sig eftir kosningasigurinn? Leikurinn í forsetakosningunum var ójafn, og veittist Johnson auðvelt að bera af hinum ofstækisfulla Goldwater. Johnson mun njóta trausts mikils hluta þjóðarinnar fyrir framlag sitt til innanlandsmála og seiglu við að pota frumvörpum í gegnum svikamyllur þjóðþingsins. En þeim mun meiri hafa vonbrigðin orðið í sambandi við stefnu hans í utanríkismálum, einkum í Víetnam. Þegar ég hvarf frá New York fyrir rúmum tveim mánuðum, gætti 120
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.