Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 20
Tímarit Máls og menningar og sé helmíngurinn af fénu hrútar, en ættliöarýrnun („skyldleikahjónabönd", ahnenverlust), sem einlægt er ókunn stærð, ekki dregin frá, þá nemur sá einstaklíngafjöldi 256.000 fjár sem kemur útaf einu pari á 30 árum. Sá sægur fjár sem kominn væri í eyarnar á þrjátíu árum út af einni á mundi gera orð Dicuils sennileg um að Færeyar hefðu verið fullar með aragrúa sauðfjár þegar sjófarendur hans komu þar að óbygðu landi; og réttlæta um leið nafnið Færeyar í merkíngunni fjáreyar sem norrænir menn völdu eyunum þegar þeir settust þar að nokkru síðar. Hinsvegar er hvergi stafur fyrir því að á íslandi hafi papar eða norrænir og keltneskir landnámsmenn rekist á sauðfé þegar þeir komu hér að landi. Otrúlegt að Ara væru ókunn munnmæli eða minni um slíkt, ef lifað hefðu. Honum hefur sjálfum þótt það ekki Iíldegt, því hann nefnir aðeins þesskonar minjar um papa sem eitthvert vit er í að telja — dettur mér þó ekki í hug að halda því fram að Ari eða nokkur þálifandi maður á íslandi hafi vitað uppá víst hvað papar skildu hér eftir 250 árum áður, eða hvort þeir skildu nokkuð eftir. (Um bagal í merkingunni cruciarius, eitt tignarmerki biskupa, sem Ari nefnir meðal minja um papa, hef ég einhverntíma gert þá athugasemd að hér muni eitthvað hafa farið á milli mála hjá karli. Við nákvæmari lestur írskrar múnklífissögu (t. d. Irish Monasticism eftir John Ryan S. J.) sé ég nú það sem mér hafði skotist yfir áður, að jafnframt því sem írskum múnkum bar að gánga berfættum og hálfnöktum hverju sem viðraði, var þeim gert að skyldu að bera gaunguprik, baculum, og það hlýtur Ari að hafa vitað, því auðvitað hefur honum ekki dottið í hug fremur en okkur að hér hafi verið írskir biskupar.) Vel má vera að papar eða einhverjir aðrir menn hafi flutl rollu til Færeya, en um stórgripi er ekki getið í bók Dicuils þegar rætt er um hvað sjófarendur fundu þar á hinu getgátubundna ári 795. Ekki er mjög líklegt að mjólkur- peníngur hafi verið í farángri heilagra manna er leituðu harðræða í útskerj- um af ástarsökum við Krist. Jafnvel heimafyrir, hjá þeim múnkum er lifðu lífi senóbíta einsog áður er lýst, þá heyrir mjólkurdrykkja undir fyrirboðnar holdslystir. Þeir sem í þjóðminjasafni Dýflinnar hafa leitt augum írskar flatbytnur, nákvæmlega gerðar eftir hinum fornu, og reyndar hafðar til skamms tíma í förum milli lands og eya á Suðurírlandi, munu ekki heldur hafa glæstar hugmyndir um þessa farkosti til stórgripaflutníngs um úthöfin. Á þeim dögum sem papar voru á íslandi, sem og á fyrstum áratugum land- náms, hefur hér ægt saman miklum mannfagnaði fugls og fisks, auk sjávar- 130
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.