Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Síða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Síða 26
Tímarit Máls og menningar hallir og sýnast nú vera kjallarar. Það var kyrrlátur húsagarður, og uppi í stiganum, sem virtist grópaður í steininn, dokaði ég við til að horfa á himin- inn út um ljórana. Ciccotto var kominn alla leið upp. Þarna bjuggu vinnu- konurnar í þessu stórhýsi, en aðalinngangurinn vissi út að annarri götu. Dyr opnuðust og stúlka með hatt á höfði og tösku í hendi hrópaði: — Katrín! — og án þess að yrða á okkur gekk liún á milli okkar og áfram ofan stigann. Ciccotto var þegar kominn inn og farinn að tala. Ég horfði á eftir henni, mér leizt svo vel á hana. Ég spurði ekki Ciccotto hver hún væri, því ég var hrædd- ur um að hann mundi kalla á hana og fara að segja eitthvað við hana. En ég gekk ánægður inn í hús sem þvílíkar stúlkur komu út úr. Katrín var ein af þessum feitu buddum sem Ciccotto leizt svo vel á. Við staðnæmdust öll þrjú í herbergi, þar sem birtan kom ofan um þakglugga. Eg beið eftir að þau hæfu samræður, en Ciccotto hlammaði sér í hæginda- stól og tók að skoða á sér neglurnar. Katrín sat við borðið og hallaði sér fram á olnbogana. Ouppbúið rúm stóð undir dimmum hvolfboga í einu horn- inu. — Við erum fátækar vinnukonur, — sagði Katrín og horfði á mig. Eg muldraði eitthvað um það að herbergið væri viðkunnanlegt og að þær hefðu það alveg fyrir sig. Katrín hristi höfuðið og um leið og hún leit upp sagði hún, að það rigndi nú stundum inn. Ég gretti mig til að koina henni í gott skap, en Ciccotlo, sem horfði á okkur, sagði eitthvað, ég man ekki hvað, kannski „Láttu nú hendur standa fram úr ermum“ eða „Ætlarðu ekki að bjóða okkur neitt?“ Og konan spratt upp, reikaði óákveðin fram og aftur um herbergið, sýndist vera óánægð eða syfjuð. Þvínæst gekk hún að rúminu, leitaði í ofurlítilli dragkistu, sem stóð þar hjá, kom með sígarettupakka úr silfurpappír og rétti mér, en þegar ég hikaði, lagði hún hann opinn á borðið. Ciccotto var staðinn á fætur og hallaði sér upp að lokuðum dyrum einsog hann væri að hlusta. Katrín, sem var nýbúin að fleygja pakkanum á borðið, tók viðbragð einsog hún ætlaði að segja eitthvað og gæti með naumindum stillt sig. Ciccotto sneri sér við um leið og hún tók viðbragðið, en ég gat ekki séð að hann veitti því neina athygli. Hann gekk að borðinu, tók sér sígarettu og kveikti í henni. Þá sagði Katrín: — Bíðið mín, ég kem aftur, — opnaði fyrrnefndar dyr og var á brott. A meðan við vorum einir — sinástund — horfði Ciccotto á mig einsog maður sem ætlar að fara að hlæja, en hann hló ekki. — Ég hef aldrei tekið eftir þakglugganum — sagði hann. Hann horfði upp í loftið, en var að hugsa um allt annað. — Ertu búinn að átta þig, sagði hann? Ég vildi ekki móðga 136
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.