Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Blaðsíða 34
Tímarit Máls og menningar „En hvernig getur slíkt verið, náðugi herra? Og hvar er hann? Hann hlýt- ur þá að hafa komið eftir að ég fór í síðustu eftirlitsferðina ...“ „Hlífðu mér við þruglinu úr þér,“ hreytti óðalsherrann út úr sér og hló við kalt ... „í þessu veðri hefur þú ekki verið úti í skógi, það er mér eiður sær. Nei, láttu mig um það, ég þekki ykkar brellur.“ „En hvar gæti hann leynzt, náðugi herra, ég var þarna út frá, gaf vörðun- um merki með því að blása í hornið og þeir svöruðu mér ... þar var ekkert ... rólegt, friðsamt ... það bara rigndi ... í þrjá daga hefur rignt í sífellu .. . Hvað væri svo sem hægt að flytja burtu úr skóginum í slíku veðri?“ Óðalsherrann blés af vonzku. Gabríel skógarvörður reyndi enn einu sinni að sefa hann: „Ef hann skyldi hafa komizt inn ... læðzt þangað ... það er ekki gott að segja ... hvað veit maður ...?“ „Og hvernig þá?“ hvæsti Costea. „Hefði hann þá komizt fram hjá þínu húsi?“ Skógarvörðurinn þagði. Jarðeigandinn sló með svipunni í hestinn, sem stóð fastur í leðjunni á akurgötunni. Skógarvörðurinn krækti fyrir pollana, þræddi gegnum kjarrið fram hjá trjám, sem höfðu verið felld, beygði sig niður, rann til, fjarlægðist reiðmanninn, en kom svo aftur nær. Góðan spöl urðu þeir samferða þegjandi. Vindurinn æddi kveinandi gegnum skóginn eins og sárþjáð ósýnileg vera. Iskaldar regnskúrir helltust úr skýjunum, fylltu loftið smágerðum þéttum móðumekki og úðuðu daginn gráu þykkni. Skógarvörðurinn átti fullt í fangi með að fylgjast með hestinum. Honum skrikaði fótur á sleipunni, studdi sig við skaftöxina og skjögraði inn í burknarunnana. Silfurgráir hárlokkarnir urðu döggvaðir af vatnsdropunum af burknablöðunum, þegar þau strukust við hann. Honum kom óvart í hug: Tschokoi er reiður og ég verða að gera hans vilja. Sá ungi er öðruvísi en sá gamli, — guð blessi hann — ... Hann bar traust til okkar. „Hversvegna hlærð þú?“ spurði Costea og sneri sér að skógarverðinum. Gabriel kinkaði kolli. „Æ, ég var að hugsa um það, að ef við skyldum nú hremma hann, hver svo sem hann er, þá muni hann ekki hlæja.“ Nú er hann að njósna, þessi óðalsherra, hugsaði þegninn ... Ó, já, og veit ekki hvað hann segir fyrir vonzku ... „Hvar ætti þjófurinn svo sem að fela sig, náðugi herra? Kannske gæti hann leynzt þarna í lundinum ...?“ 144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.