Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 47

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 47
Bréf frá Skúla Thoroddsen ana í Ameríku (Ameríka hér og Ameríka þar), sem eru viðurkenndir að vera tómt Humbug; síðan „meðritstj órinn“ fór að peðra úr sér í ísafold, hefur aldrei linnt á Ameríkudýrðinni og framfarabullinu, og það er víst, að þjóðin okkar er nú orðin svo rugluð af öllu þessu bulli og þvaðri, að hún veit ekki sitt rjúkandi ráð, og getur því enga pólitiska stefnu né Interesse haft; en ef maður segir þetta hátt, þá eru persónulegar skammir vísar um óviðkomandi hluti, en ekkert svar annað. Þjóðviljinn þinn þykir hér vel redigeraður, og það er líka mín meiníng, hann er hæði vel ritaður að stíl, og fallega prent- aður, vel valið efnið, þegar jeg með þínu leyfi að segja undantek greinarnar um Magnús, sem mér finnst nú nóg komið af, því þú ert búinn að vinna sigur hvurt sem er, og ættir nú að láta þér nægja það og hvíla þig á þínum lár- berjum, þú hefur public opinionina með þér, en þú mátt ekki gera menn leiða á laungum ritgerðum um þetta sama odiösa þras. Jeg held upp á Magnús, því hvað sem þú segir, þá er hann ein sú mesta Capacitet hér, og jeg held upp á þig, eins og margir og flestir gera, en þú mátt ekki gera þann óvina- fagnað að spilla fyrir þér með ofmiklu tali — þess vegna þegir ísafold, af því þeir finna þetta og bíða eptir að þú rúinerir þig, og það vil ég ekki að verði. Þú veizt hvernig „aura popularis“ er, maður verður að fara með pub- licum eins og eitthvert villudýr, og sýna „lempni" og láta undan og stilla sig, þegar svo stendur á. Þú álítur þetta nú kannske bull, og hugsar sem svo: „Bensi er alveg ópólitískur fyr, hann hefur ekkert vit á þessu“ — mikið satt, mín pólitík er kannske „Fölelsespolitik“, og jeg hef ekkert annað að fara eptir en mína einföldu skynsemi, og jeg játa það, að jeg er ekkert inni í þessum stjórnarskrármekanisme, mér finnst þar vanta tennur í ýms hjól og allur gángur maskínunnar verða vitlaus og botnlaus af argi og hríngli. Fyrirgefðu þínum Ben. Gröndal. Skrifað utan með: Þú fyrirgefur Skúli hvað bréfið er stutt, jeg hef ekki rúm til að skrifa meira en má ekki hafa bréfið þykkra, því þá kostar meira undir það, en ég á núna ekki nema 10 aura, en jeg hefði miklu meira að tala við þig en því er nú andskotans ver að jeg kem hér ekki fleirum hugsunuin fyrir. Núna (þann 29. October) eru hér 2 trollarar á höfninni og selja föðurlandsvinunum fisk. Það er óréttvíst að ávíta Magnús fyrir samnínginn, hann var gerður í góðu skyni og honum ekki að kenna hvernig fór. 157
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.