Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 50

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 50
Tímarit Máls og menningar íslandi þegar ég kynntist íslenzka veginum, en það er vegartegund sem hvergi er finnanleg nema á íslandi. Allir íslenzkir vegir líta út fyrir að vera jafn mikilvægir. Þeir eru allir einbreiðir malarvegir, og þess er þannig enginn kostur að greina á milli þjóðvegar og sveitabrautar. í þokkabót eru leiðir ekki merktar með tölum. Það hlýtur að vera nokkur raun fyrir ferðamann sem var.ur er merktum leiðum að átta sig á því að hann verður sjálfur að stjórna för sinni um eyna með því að gera á eig- in spýtur ferðaáætlanir út frá stöðum og nöfnum. En ef til vill hefur þetta fyrirkomulag sína kosti, því ferða- langurinn sér þeim mun meira af íslandi sem hann villist lengur. Merkingar vega og almennt ásig- komulag þeirra eru raunar til marks um þjóðareinkenni íslendinga. Mér er Ijóst að hér er ég kominn inn á mjög svo þokukennt svið. Þjóðareðli er aldrei afmarkað, áþreifanlegt sér- kenni, heldur næsta útlínulaust safn óljósra einkenna sem nota má til að greina eina þjóð frá annarri. Nái maður í rétt safn hinna augljósustu sérkenna, gefur maður rétta lýsingu á þj óðareðlinu! En hvernig í þremlinum er hægt að nota vegakerfi þjóðar til þess að gefa hugmynd um þjóðleg sérkenni hennar? Augljóst er að íslendingar hafa ekki áhuga á þeirri óbrotnu og almennu aðferð að sýna hvert hver vegur liggur með því að merkja þá tölum. íslendingar hafa meiri áhuga á hverjum sveitabæ fyrir sig. Þeir hafa meiri áhuga á skaphöfn manns en hinu að meta hlutina á kaldrifjað- an og kerfisbundinn hátt. Þeir hafa áhuga á fólki sem manneskjum. „Hvað lieitir þú, og ertu giftur, og hvað áttu mörg börn, og hvað finnst þér gaman að lesa, og hvaða álit hef- ur þú á þessu efni og hinu?“ Þannig spyrja íslendingar alstaðar og ævin- lega þegar maður ferðast um landið. Það leynir sér ekki að eyþjóð er for- vitin og spurul. Hún vill heyra fréttir utan úr heimi. Auk þess vilja íslend- ingar átta sig á því hvort þeim ber að virða sérkenni einstaklingsins sem mannveru í stað þess að líta á hann sem tölu á braut lífsins. í þokkabót liafa þeir nægan tíma. Þeir hafa tíma til þess að hjakka á sveitavegi í stað þess að æða áfram á hraðbraut. Þeir kvarta ekki undan því þótt þeir kom- ist ekki liratt áfram á vegunum sín- um. íslendingar ferðast frá manni til manns, frá sveitabæ til sveitabæjar. Enda þótt einstakir sveitabæir kunni að vera mjög nýtízkulegir og eigi völ á fullkomnustu landbúnaðar- tækjum, er tengiliðurinn, vegurinn frá bæ til bæjar, með sönnu miðalda- sniði. Þetta er sérkenni sem mótar allt menningarlíf íslendinga og efna- hagsmál þeirra. Maður getur dáðst að hinum fullkomnustu framkvæmd- um á íslandi en áttað sig þessu næst 160
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.