Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 61
þótt það væri þá djarft og nýtt og vekti ákafar deilur, hefur það síðan orðið að tryggum fjársjóðum í hug- myndaheimi sósíalskrar listar. Hér verða ekki tök á að rekja í einstökum atriðum hvernig skoðanir Eislers á tónlistarfræðilegum efnum mótuðust. Það væri rannsóknar vert eitt og sér og að vísu brýnt vísinda- verkefni í tengslum við rækilega könnun á verkum Eislers í heild. Þó skal getið nokkurra markverðustu hugmynda hans einkum eftir heim- ildum í ritgerðum frá fjórða tugi ald- arinnar, sem ekki hafa birzt á prenti eða verið gefnar út aftur eftir 1945. Megineinkenni kreppunnar í borg- aralegri tónlist virðist Eisler vera að- greining hinnar svonefndu alvarlegu tónlistar og þess, sem kallað er létt tónlist. Svið hinnar alvarlegu tónlist- ar verður æ þrengra, og hún verður æ einangraðri og hlutlausari; svið hinnar léttu tónlistar verður hins veg- ar æ víðara og hún sjálf flatneskju- legri. „Borgaraleg tónskáld vorrar aldar lifa rétt eins og í glerhúsi, í einangrun frá raunveruleikanum,“ segir hann í einum ferðaþætti. „I verkum þeirra endurspeglast hvergi hin miklu átök vorra tíma. Aðeins hið innra líf tónskáldanna, ef verkin eru þá ekki bláber tæknileikur. Nú- tímatónlist, sem vér unnum öll og berjumst fyrir, verður að brjótast út úr einangrunarkvíunum og ná eyrum fjöldans, verkamanna, fastlaunafólks Eisler og Schönberg og menntamanna.“ Þetta mun henni þó því aðeins takast, að hún skilji nauðsyn þess „að skírskota til megin- þorra alþýðu og koma henni til hjálp- ar í baráttunni um brauð og frelsi og pólitískt vald“. Hann hefur í huga nýja list „sem er fær um að hefja sig af stigi hins einstaklingsbundna til hins almenna.“ Hann lýsir þeirri tón- list með þeim orðum, að hún sé um- fram allt hressileg, vitsmunaleg, kraft- mikil og glæsileg. En það er einmitt góð skilgreining á höfundareinkenn- um hans sjálfs. Sextán árum síðar verður þessi hugmynd enn fyllri með hliðsjón til hins sósíalska heims: Hinn nýi al- þýðleiki er í því fólginn, að hið nýja verður einfalt og óbrotið. Án þess listin verði auvirðileg, mun hún ná allra eyrum, af því að hún talar mál, sem ekki krefst lærdóms að skilja. Hún er andstæða eftiröpunar, en þó erfðaföst og hlítir lögum hins list- fenga handverks. Hin sögulega mótsögn, þar sem al- varleg tónlist og skemmtitónlist standa hvor gegn annarri, fellur um sjálfa sig, og þær flétta þáttum sam- an í nýrri einingu. Eisler sér nauðsyn þess að skil- greina að nýju hugtakið framför í tónlist. Sá einn mun í sannleika stuðla að framför vorra tíma, er til lengdar lætur, sem nær tökum á nýjum tón- smíðastíl, er nothæfur reynist í þjón- ustu nýrra félagslegra markmiða“ 171
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.