Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Síða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Síða 76
Gunnar Benediktsson Staðhæfing gegn staðhæfingu i I Skírni 1937 birtist grein eftir Barða Guðmundsson þj óðskj alavörð: „Forn goðorð og ný“. Þar setur Barði fyrst fram þá skoðun, að höfundur Brennu- Njálssögu sé Svínfellingurinn Þor- varður Þórarinsson. Síðar ritaði hann mikið mál um þetta efni, og á einum stað segir hann fullum fetum: „Höfundur Njálu er Þorvarður Þór- arinsson sjálfur,“ og fulla merkingu þessara orða lætur hann ótal sinnum frá sér fara við hvers konar tækifæri. Árið 1953 skrifar Einar Ólafur Sveinsson prófessor formála að Forn- ritaútgáfu Brennu-Njáls sögu. Þar tekur hann til athugunar þessa stað- hæfingu Barða og endar þá umsögn sína með þessum orðum: „Niður- staða þessara athugana er sú, að Þor- varður Þórarinsson hefur ekki skrif- að Njálu.“ Nú kynni einhverjum að sýnast sem svo, að þar sem þannig stendur staðhæfing gegn staðhæfingu, þá muni það ekki líklegt til árangurs að blanda sér inn í þann ágreining. En það væri hinn mesti misskilningur. Báðir sækja þeir mál sitt af mikilli þekkingu með skörpum rökum, og málsmeðferð beggja eykur stórum yfirsýn yfir listaverkið Njálu og allt svið okkar bókmenntagullaldar. Nýir skýringarmöguleikar opnast hver af öðrum, og áhugasamur leikmaður er allt í einu orðinn þátttakandi í að ráða fram úr gátunum, sem fræði- mennirnir eru að glíma við, og þykj- ast eygja nýjar lausnir af nýjum sjónarhóli, sem fræðimennirnir hafa leitt mann á. Sumir líta smáum augum það við- fangsefni að rökstyðja tilgátur um höfunda sagnanna, og lítt fallið til að bera þann ávöxt, sem hafi vísinda- legt gildi, enda megum við njóta bók- menntanna í sama mæli, þótt engar höfum við tilgátur um höfunda. En hvorugt er sannleikanum og reynsl- unni samkvæmt. Það hefur mikils- verða þýðingu að vita með öruggri vissu, að Ari Þorgilsson hefur ritað íslendingabók, um leið og við vitum nokkur deili á heimildarmönnum þeim, sem hann tilnefnir. íslendinga saga verður okkur stórum verðmeiri sem sögulegt heimildarrit, þegar við vitum, að Sturla Þórðarson hefur samið meginhluta hennar, og þó myndi enn aukast gildi hennar, ef vit- 186
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.