Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Page 80
Tímarit Máls og menningar á svæðinu milli Þjórsár og Jökulsár á Sólheimasandi með áttamiðunum „austur“ og „austan“, en aðeins tvisvar sinnum með„vestur“.“ Þóvarð munurinn jafnvel enn meir áberandi, þegar áttamiðanirnar fylgja ekki hreyfisögnum. í því sambandi kemur „vestur“ aldrei fyrir, en „austur“ ell- efu sinnum. Hins vegar notar höfund- urinn „vestur“ níu sinnum í frásögn- um um ferðalög úr Rangárþingi til norðanverðrar Árnessýslu. Fyrirbæri þetta skýrir Barði á þann hátt, að áttir séu miðaðar við ritunarstað sög- unnar. Þegar hreyfing er sögð „að austan“, en ekki „vestur“, þá sé hreyf- ingin í áttina til söguritarans, þar sem hann situr við sitt starf. Og þar sem þessi áttatáknun er notuð í sam- bandi við hreyfingar í vestur á svæð- inu milli Jökulsár á Sólheimasandi og Þjórsár, og þó ekki, ef farið var til uppsveita Árnessýslu, þá taldi Barði það sýnt, að ritunarstaðurinn væri í neðanverðri Árnessýslu, og þá Flóa eða Ölfusi, því að aðrar átta- táknanirnar mæltu gegn þeim mögu- leika, að ritunarstaðurinn væri vest- an heiðar. í formála sínum að Njáluútgáfu Fornritafélagsins fer Einar Ólafur Sveinsson allrækilega í áttamiðanirn- ar, og þótt hann birti ekki neinar töl- ur, eins og Barði gerði, þá ber þeim ekki í milli með það, að þar sé um merkilegt rannsóknarefni að ræða og staðreyndir, sem leita verður skýr- inga á. Einar er samþykkur Barða um það, að um einhvern ákveðinn viðmiðunarstað sé að ræða vestan þeirra staða, þar sem hreyfingin er táknuð með „að austan“, en hann tel- ur ekki ástæðu til að ætla, að það sé ritunarstaðurinn, heldur sé það „að- alsögustaðirnir, Hlíðarendi, Berg- þórshvoll og þar í kring“. í lokin bætir hann þó við: „Sé rætt um ferð- ir frá Hlíðarenda eða Bergþórshvoli til staðar vestar í sýslunni, stendur aldrei „vestur“, og er það einkenni- legt.“ En hann gerir enga tilraun til skýringa á því fyrirbæri. III Þá komum við að þeim hlutanum í ritgerð Barða, sem fjallar um þekk- ingu höfundar á þeim héruðum lands- ins, sem við sögu koma. Þar hefur hann máls um það efni, að hann vitnar til athugunar, sem kemur fram í lokaþætti ritgerðar Ein- ars Ól. Sveinssonar „Um Njálu“. Þar bendir Einar á, hve geysimikill mun- ur er á örnefnafj ölda ýmissa lands- hluta í Njálu, og segir, að á Aust- fjörðum komi fyrir 21 örnefni á 6 blaðsíðum sögunnar, og í Þórsnes- þingi og Vestfjörðum 28 örnefni á 24 blaðsíðum. Barði vitnar til Einars um það, að þótt búazt megi við fleiri ör- nefnum í þeim frásögnum, þar sem sagt er frá ferðalögum, en á Aust- fjörðum eru ferðalög sérstaklega mikil miðað við aðra atburði, þá 190
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.