Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Blaðsíða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Blaðsíða 82
Tírnarit Máls og menningar nágrenninu.“ Og af því dregur hann þessa ályktun: „Við Rangá eystri virðist Njáluhöfundur hafa dvalizt um lengri eða skemmri tíma. Þess vegna er honum áin svo hugleikin, að hann gleymir að sérkenna hana. Það er eina nothæfa skýringin á þessu merkilega fyrirbæri.“ Af staðháttaþekkingu Nj áluhöf- undar í heild fellir Barði þann dóm, að auðskýrðust sé hún, „ef gengið er út frá því, að hann (höfundurinn) hafi verið Austfirðingur, sem oft átti í alþingisferðum,... en hafi einhvern tíma átt heima viðþettafljót“ (Rangá eystri). Og heildarniðurstaðan af at- hugun á staðþekkingu og áttamiðun- um Njáluhöfundar verður þessi: „Höfundurinn er alinn upp í Múla- þingi, en skrifar söguna í Árnesþingi. Af staðþekkingu hans má auk þess ráða, að hann hafi oft átt í alþingis- ferðum og verið gagnkunnugur al- faraleiðum austur um land til Þing- valla. Þar við bætist svo loks, að staðþekking söguritarans við Eystri- Rangá og á leiðinni til Keldna ber mjög svip átthagaþekkingar.“ Að svo mæltu þykist Barði hafa dregið þá nót að höfundi Njálu, að ekki sé undankomu auðið: Höfund- urinn er Þorvarður Þórarinsson. Hann er fæddur að Valþjófsstað í Fljótsdal, ólst þar upp, en bjó síðar að Hofi í Vopnafirði, var „höfðingi þeirra Austfirðinga um langan aldur og átti því oft í þingreiðum. Á meðan Brandur föðurbróðir hans var ábóti í Þykkvabæ, hefur Þorvarður eflaust oft lagt leið sína hjá þeim stað og mátti því vera gagnkunnugur öllum staðháttum við Kringlumýri og víð- ar í Skaftafellsþingi. Að sjálfsögðu hefur Þorvarður jafnan á alþingis- ferðum heimsótt tengdaforeldrana á Keldum og farið þá yfir Þríhyrnings- hálsa,“ en á þeirri leið þykir gæta sérstaklega nákvæmrar staðþekking- ar. Og svo tekur Þorvarður sýslu á Suðurlandi 1273 og býr þá um skeið á Keldum. 1289 flytur hann að Arn- arbæli í Ólfusi, og þá er komið að því árabili, sem talið er líklegastur ritun- artími Nj álu. Þá er að athuga, hvað Einar Ólaf- ur Sveinsson segir um staðfræðina. Um ýmis atriði ber honum alveg sam- an við Barða: „Frá Seljalandsmúla til Lónsheiðar held ég allt sé rétt. Eru þar mörg bæjanöfn og nokkur ör- nefni, öll í réttri röð. Sýnir þetta góða staðþekkingu, sem ekki getur verið runnin frá annarra sögusögn.“ Og enn segir hann: „Mér virðist, að enn hafi ekki verið sannaðar beinar staðvillur á Austurlandi, en það væri æskilegt, að fróðir menn og kunnugir tækju þetta efni til nánari athugunar og rektu rök þessa máls.“ Minni hátt- ar staðfræðivillu í Flj ótshlíð telur Einar að skýrast megi með því, „að hann hefði aldrei dvalizt langdvölum í Fljótshlíð (ef til vill aðeins komið þar á ferðalagi), en þar að auki ver- 192
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.