Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Síða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Síða 97
vísu óvenjulegrar þekkingar, ekki að- eins á íslendingasögunum, heldur og á öllu hinu gífurlega efni Sturlungu. . .. Það ætti að standa íslendingum sjálfum næst að halda sögurannsókn- unum áfram á braut Barða Guð- mundssonar. Framlag hans ætti að minnsta kosti að verða mörgum mik- ilvæg örvun í þeim umræðum, sem framundan eru um sögurnar.“ Eg er fullkomlega sammála Hall- herg um þessi efni og hygg, að svo muni um fleiri. Og vænta mætti, að þess yrði ekki langt að bíða, að Hall- berg tæki til athugunar, hvort ekki gæti hann komið sinni rannsóknarað- ferð við til að renna stoðum eða kippa stoðum undan kenningum Barða. Mér virðast hin jákvæðu rök Barða vera svo fj ölbreytileg og sterk, einkum eftir að hann hefur gagnrýnt það litla, sem heimildir geyma um málfar Þorvarðar, að það sé ekki leyfilegt að varpa þeim til hliðar fyrr en eftir vendilega íhugun. Einar 01- afur Sveinsson hefur fært rök gegn rökfærslu Barða, en hitt er annað mál, hvort leyfilegt er að svo komnu máli að kalla þau afsönnun. Aður en svo er gert, teldi ég réttara, að gagn- rök Einars yrðu nánar skyggnd og athugað, hvort í þeim kynnu ekki að felast þær veilur, að þau gætu þótt vafasamur dauðadómur gegn þeim þunga, sem liggur í rökum Barða. Deiluaðilar virðast vera sammála um það, að höfundur Njálu hafi lítið Staðhœjing gegn staðhæfingu. skeytt um það, að sagan hefði á sér yfirskin sannfræðinnar, heldur hafi hann látið sannfræðina lönd og leið, þegar hann sá í því listrænan ávinn- ing. Staðfræðilegar skekkjur í Rang- árþingi skýrir Barði að nokkru út frá því, að Þorvarður vildi sveigja sem flesta atburði inn á slóðir, sem hon- um eru hugleiknastar. Annars þarf mjög mikla þekkingu til, að ekki geti út af borið um staðsetningu í efnum, þar sem ekki þykir ástæða til að gæta sérstakrar nákvæmni. Ég hef verið búsettur í Árnessýslu í 30 ár og verið frambjóðandi í alþingiskosningum fjórum sinnum og haldið jafnoft fundi í flestum hreppum sýslunnar. Ég vildi samt ekki láta segja mér að skrifa sögu, sem gerist í byggðum sýslunnar, svo að ekki skeikaði í stað- fræði, nema ég sæi nauðsyn að vanda staðfræðina svo, að ég færi á hvern þann stað, sem við sögu kæmi, með- an á ritun hennar stæði. En enginn var til að heimta það af Þorvarði í Arnarbæli í Olfusi, að hann gerði sér ferð austur yfir ár, í hvert sinn er nýir staðir komu þar til sögunnar. Einar og Barði eru sammála um það, þegar allt kemur til alls, að lögum og tímatali og atvikum hafi höfundur hagrætt eftir því, sem honum þótti bezt fara hverju sinni, og verður því að fara varlega í að dæma um þekk- ingu höfundar í hverju einu út frá því, sem fram kemur í sögunni. Áður en maður slægi því föstu, að höfund- 207
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.