Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 100

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 100
Tímarit Máls og menningar þetta hefur hver sína sögu að segja, sera unnið hefur að íslenzku viðfangsefni hér á Islandi. Hann verður alloft að panta bækur og einkum tímarit úr erlendum söfnum vegna þess að svo mörg rit vantar hér. (Eg er annars ekki að nota tækifærið til að kvarta yfir þessu ástandi, það er bara eðli- legt að svo sé). Að vísu hefur verið skrifað meira um menningarafrek þjóðverja, en alls ekki í sama hlutfalli við fólksfjölda, en það ætti þá að vera fjögur hundruð sinnum meira! Það eru til vísindadeildir, sem hafa ís- lenzkt mál og íslenzkar bókmenntir (eink- um fomar að vísu) að viðfangsefni, og eru þær deildir víða eða við flesta merkustu háskóla heims. Ef vér nú veldum úr hópi norrænufræðinga víðs vegar aðeins tuttugu fulltrúa sem mest skara fram úr í þessari vísindagrein, þá kæmi á hver tíu þúsund íslendinga einn útlendur vísindaskörungur, sem fæst við mál þeirra og menningu. Til þess að ná sama hlutfalli hjá þjóðverjum, þyrfti átta þúsund framúrskarandi fulltrúa vísindadeilda um „þýzkt mál og þýzkar bókmenntir" — að sjálfsögðu utan þýzku- mælandi landa. Ég geng þess ekki dulinn, að svona leik- ur með tölur er vitlaus — eins fáránlegur og hinar sífelldu ábendingar á fámenni ís- lenzku þjóðarinnar frá mönnum, sem láta einungis tölur gilda og álíta sérvizku, að menn leggi stund á mál og menningu smá- þjóðar. En hugleiðum nú örlítið, hvernig á því stendur, að Island er svo mikið á- hugamál menningarvísinda, en samt lítið þekkt hjá almenningi, ekki sízt meðal þjóða sem eiga marga ágæta vísindamenn í norrænum fræðum. Frábærasta menningarafrek íslendinga er framlag þeirra til heimsbókmennta, eink- um fornbókmennta, og nýtur ísland fyrir það frægðar og viðurkenningar víða um heim ... hjá þeim sem lesnir eru í heims- bókmenntum og kunna að meta þær. En til þess nú, að einstaklingur með stórþjóð- um Evrópu eða Ameríku sé lesinn í heims- bókmenntum og kunni að meta þær, verð- ur hann að hafa hlotið meira en almenna menntun — æðri menntun, ef svo mætti segja, og það er því minnihluti sem hefur kynni af heimsbókmenntum. En það er aftur minnihluti minnihlutans sem þekkir fornhókmenntir, þó sé um forn- bókmenntir eigin þjóðar að ræða, hvað þá annarra. Það er alls ekki sjálfsagt, að þýzkur alþýðumaður kunni skil á Niflunga- Ijóði eða Heliand, ekki má heldur gera ráð fyrir því, að „maðurinn á götunni" í Bretlandi hafi lesið Bjólfskviðu (amerí- könum getum við sleppt í þessu sambandi), Rolandskveðskapurinn er ekki alþýðueign frakka, né Igorljóðið almennt lestrarefni rússa. Það væri fjarstætt að búast við því, að hver útlendingur sem er tengi nafnið Ísland við Snorra eða Egil eða þá öfugt, eða skilji umsvifalaust hvað átt sé við með auglýsingaheitinu „sögueyjan“. Nú gera íslendingar sér oft ekki grein fyrir, að ef nú þjóðverji vill kynnast því sem ort var og ritað á þýzku á miðöldum, þá verður hann annað hvort að afla sér kunnáttu í forn- og miðháþýzku og fomsax- nesku, eða lesa þýðingar að öðrum kosti. Hið fyrra kostar sérstakt háskólanám, með hinu er aðeins fleytt undan og ofan af fróðleiknum. Þetta er mikilvægt atriði, því þótt sum- um, eins og höfundi sjálfum, þyki gaman að fást við forn mál, er það varla Ijúfur dagamunur flestum mönnum, og jafnvel andstyggð þeim sem mestan hafa áhuga á bókmenntum, því nám fornmála og lestur fombókmennta styðst við málvísindin, en þau eru allt annars eðlis en bókmennta- vísindin. Þannig er í háskólum víða um heim svo komið, og þá einkum í Ameríku, að hinar 210
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.