Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 114

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 114
Tímarit Máls og menningar fjórð'u aldar, eftir samninginn við Tuscul- um sem hefur að öllum líkindum verið leið- andi borg innan bandalagsins fram að þvf. Durant er yfirleitt ekki nógu gagnrýninn á lieimildir í frásögn sinni af uppgangi Róm- ar tvær fyrstu aldir þjóðveldisins. Er þó auðskilið að sagnfræðingum hinnar sigur- sælu borgar hefur verið kappsmál að sýna frarn á að hún hafi frá upphafi verið fremst borga í Latíumhéraði; en til þess urðu þeir að fara frjálslega með ársetningar og hagræða sannleikanum eftir kenningunni. Durant getur um helztu áfangana í rétt- indabaráttu plebeia fram til 350, en næstu tvær aldir hverfur innri saga Rómaborgar í skuggann fyrir ávinningum útþenslustefn- unnar. Einkanlega gefur höfundur minni gauni en æskilegt væri að flokkadráttunum í Róm á þessu tímabili sem takmörkuðust ekki lengur við erjur milli patricía og ple- beia. Um 300 var risin upp ný höfðingja- stétt — nobilitas — sem ríkustu plebeia- ættimar voru runnar saman við og átti ekk- ert skylt við höfðingjaveldi ættsveitanna í elztu sögu Rómar. Þessir flokkadrættir eru svo samtvinnaðir sviptingum á utanríkis- stefnu Rómverja og réttindabaráttu ple- beia að torvelt er að ganga fram hjá þeim. Það er t. a. m. talið víst að Licinusarlögin sem sett voru 367 og veittu plebeium rétt til ræðismannsembættis, hafi náð fram að ganga fyrir tilstyrk Aemilía og Servilía. Þessir frjálslyndu patricíar gerðu bandalag við ríkustu plebeiana gegn hinum aftur- haldssömu Manlíum og Fabíum sem sáu ofsjónum yfir uppgangi hinna „ættlausu" plebeia og óttuðust að of hröð útþensla ríkisins mundi sprengja ættsveitaramma þess og grafa þar af leiðandi undan völd- um sínum. Hin andstæðu viðhorf voldug- ustu patricíaættanna til utanrikismála komu aftur fram í dagsljósið i annarri púnversku styrjöldinni. I frásögn sinni af aðdraganda fyrstu pún- versku styrjaldarinnar fylgir höfundur Pólybíosi. Hann virðist hafa reynt að draga fjöður yfir árásareðli hinnar rómversku íhlutunar á Sikiley sem varð tilefni stríðs- ins. Ihlutun Rómverja var brot á samningi er þeir höfðu gert við Karþagómenn 306; hann kvað svo á að Rómverjum væri ó- heimilt að hlutast til um málefni Sikileyj- ar. Durant kemst svo að orði í frásögn sinni af fyrstu púnversku styrjöldinni, að sigur Rómverja hafi „sýnt yfirburði þess hers sem skipaður er frjálsum mönnum yfir málaher sem sækist eftir auðkeyptum vinn- ingi.“ Þetta er ekki skýringin á sigri Róm- verja. Málaher Kaþagómanna sýndi yfir- burði sína yfir Regulusi í Afríku. Og Rómverjar höfðu engum herforingja á að skipa er jafnaðist á við Hamilcar Barca. Eftir ósigur Rómverja við Drepana 249 f. Kr. liefðu Púnverjar trúlega náð yfirhönd- inni í styrjöldinni ef þeir hefðu einbeitt sér að stríðsrekstrinum. En landeigendum í Karþagó, undir forustu Hannós, var meira í mun að færa út lendur sínar í Af- ríku en sigrast á Róm, auk þess sem þeir óttuðust að sigursæll hershöfðingi mundi beita áhrifum sínum til að rýra veldi þeirra. Það má því fremur kenna sundur- lyndi yfirstéttarinnar í Karþagó um ósigur- inn en lélegri framgöngu málaliðanna. Höfundur miklar þjóðhollustu Rómverja í þessari styrjöld er hann segir að „ýmsir borgarar hafi bundizt samtökum og fært ríkinu að gjöf 200 stríðsskip," þegar verst gegndi eftir afhroðið við Drepana. I reynd var hér um nauðungarlán að ræða: ríkið neyddi auðugustu borgara sína til að leggja fram fé til smíðis flotans sem færði Róm- verjum lokasigur við Aegateseyjar 241. Ríkið hugðist ekki endurgreiða lánið nema sigurinn færði því nægilegt herfang í hend- ur. Orsök málaliðastyrjaldarinnar sem brauzt 224
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.