Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 5
Ádrepur
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Verund skapar vitund
í síðasta hefti tímarits Máls og menningar birtist ádrepa eftir Steinunni
Jóhannesdóttur um konuna í klemmu. Þar var svolítið sneitt að konum af mínu
sauðahúsi, konum sem fyrir skemmstu höfðu mestar áhyggjur af láglaunakon-
um en hafa það víst ekki lengur samkvæmt kokkabókum Steinunnar. Mínar
uppskriftir eru að ýmsu leyti frábrugðnar hennar og langar mig nú að koma því
sem á milli ber á framfæri í örstuttu máli.
Steinunni verður tíðrætt um menningu og reynsluheim kvenna og finnst
greinilega hin mesta fásinna að halda því fram að þar eigi konur sér einhverja
sameign. Eg ætla nú samt að gera það og leggja á það áherslu um leið að mann-
leg tilvera er flétta margra ólíkra þátta sem til samans skapa vitund og
menningu mannsins. Verund skapar vitund, sagði Kalli gamli Marx einhverju
sinni og var bara nokkuð glöggskyggn. Og nú getum við farið að tala um
vitund og menningu karla og kvenna sem samkvæmt mínum uppskriftum er
ekki eins vegna þess að verund kynjanna er ekki eins.
Það er almennt viðurkennt að menningarlegur munur sé milli þjóða, kyn-
þátta og stétta og nú vilja ýmsar konur koma kynjunum inn í þessa upp-
talningu, t. d. við sem að Kvennaframboði störfum. Það er auðvitað ekki hægt
að segja að konur hafi eina menningu og karlar aðra fremur en verkalýður eina
og borgarar aðra. Til þess er veruleikinn of samsettur. En meðan menning
okkar allra er ekki ein, söm og jöfn er nauðsynlegt að notast við einhverja
flokkun til þess að geta skilið veruleikann og breytt honum.
Allar kenningar og öll hugmyndakerfi byggja á ákveðnum skammti af ein-
földunum og alhæfingum. Þetta gildir t. d. jafnt um þá kenningu að kvenna-
barátta sé stéttabarátta og öfugt, og hina að konur eigi sameiginlegan reynslu-
heim þrátt fyrir ólík lífskjör. Ofuráhersla á ávinninga stéttabaráttunnar til
handa konum hefur stundum verið kvennabaráttunni til óþurftar t. d. á fyrstu
áratugum þessarar aldar. Það er líka hægt að tína til rök sem gera kenninguna
um reynsluheiminn tortryggilega. Vinsælt dæmi er að bera járnfrúna Thatcher
saman við íslenska fiskverkunarkonu. Það er vissulega rétt að þær eiga harla
fátt sameiginlegt, enda áhöld um það hvort kona sem hlotið hefur gagngert og
áratugalangt enduruppeldi í karlamaskínu breska íhaldsflokksins geti með réttu
talist „kona“ (í merkingunni karaktereinkenni en ekki líffræðileg einkenni).
123