Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Síða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Síða 5
Ádrepur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Verund skapar vitund í síðasta hefti tímarits Máls og menningar birtist ádrepa eftir Steinunni Jóhannesdóttur um konuna í klemmu. Þar var svolítið sneitt að konum af mínu sauðahúsi, konum sem fyrir skemmstu höfðu mestar áhyggjur af láglaunakon- um en hafa það víst ekki lengur samkvæmt kokkabókum Steinunnar. Mínar uppskriftir eru að ýmsu leyti frábrugðnar hennar og langar mig nú að koma því sem á milli ber á framfæri í örstuttu máli. Steinunni verður tíðrætt um menningu og reynsluheim kvenna og finnst greinilega hin mesta fásinna að halda því fram að þar eigi konur sér einhverja sameign. Eg ætla nú samt að gera það og leggja á það áherslu um leið að mann- leg tilvera er flétta margra ólíkra þátta sem til samans skapa vitund og menningu mannsins. Verund skapar vitund, sagði Kalli gamli Marx einhverju sinni og var bara nokkuð glöggskyggn. Og nú getum við farið að tala um vitund og menningu karla og kvenna sem samkvæmt mínum uppskriftum er ekki eins vegna þess að verund kynjanna er ekki eins. Það er almennt viðurkennt að menningarlegur munur sé milli þjóða, kyn- þátta og stétta og nú vilja ýmsar konur koma kynjunum inn í þessa upp- talningu, t. d. við sem að Kvennaframboði störfum. Það er auðvitað ekki hægt að segja að konur hafi eina menningu og karlar aðra fremur en verkalýður eina og borgarar aðra. Til þess er veruleikinn of samsettur. En meðan menning okkar allra er ekki ein, söm og jöfn er nauðsynlegt að notast við einhverja flokkun til þess að geta skilið veruleikann og breytt honum. Allar kenningar og öll hugmyndakerfi byggja á ákveðnum skammti af ein- földunum og alhæfingum. Þetta gildir t. d. jafnt um þá kenningu að kvenna- barátta sé stéttabarátta og öfugt, og hina að konur eigi sameiginlegan reynslu- heim þrátt fyrir ólík lífskjör. Ofuráhersla á ávinninga stéttabaráttunnar til handa konum hefur stundum verið kvennabaráttunni til óþurftar t. d. á fyrstu áratugum þessarar aldar. Það er líka hægt að tína til rök sem gera kenninguna um reynsluheiminn tortryggilega. Vinsælt dæmi er að bera járnfrúna Thatcher saman við íslenska fiskverkunarkonu. Það er vissulega rétt að þær eiga harla fátt sameiginlegt, enda áhöld um það hvort kona sem hlotið hefur gagngert og áratugalangt enduruppeldi í karlamaskínu breska íhaldsflokksins geti með réttu talist „kona“ (í merkingunni karaktereinkenni en ekki líffræðileg einkenni). 123
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.