Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 17
Manuel Pereira
Tíu þúsund ár bókmennta
Viðtal við Gabriel Garcia Marquez
Síðustu ár hafa fáir höfundar vakið meiri athygli á íslandi en Gabriel Garcia
Marquez sem Guðbergur Bergsson hefur kynnt okkur með þýðingum á
Hundrað ára einsemd og Liðsforingjanum berst aldrei bréf. En það er ekki
bara á Islandi sem Marquez hefur fundið hljómgrunn, nýjasta skáldsaga hans
„Frásögn af fyrirframákveðnum dauða“ kom út í apríl 1981 í stærra upplagi en
áður getur um í útgáfusögunni og í árslok hafði hún verið þýdd á 32 tungumál.
Til að svala forvitni um höfundinn höfum við snarað á íslensku viðtali sem
kúbanska tímaritið Bohemia átti við Marquez í febrúar 1979. Hér birtist
viðtalið ögn stytt og þýtt úr frönsku.
Fyrir réttu ári sagðirðu að þegar rithöfundur tæki sér penna í hónd ætti
hann að fyllast metnaði og einsetja sér að skrifa betur en Cervantes, Lope
de Vega, Quevedo, osfrv... Gætirðu frætt okkur meira um þetta?
Eg álít að í starfi höfundarins sé lítillæti ofmetin dyggð. Ef þú sest niður
til að skrifa af lítillæti verðurðu óhjákvæmilega smár í sniðum sem höfund-
ur. Þvert á móti ber að leggja í verkið allan þann metnað sem unnt er og
samjöfnuð við alla bókmenntarisana. Þegar öllu er á botninn hvolft, lærist
manni að skrifa af stóru leiðarljósunum, Sófóklesi, Dostoévskí. . . Hvers
vegna skyldi maður þá skrifa af meira lítillæti en þeir. Þér ber að skora þá á
hólm með þeim ásetningi að skrifa betur en þeir.
Þú ert þá sammála Regis Debray, sem segir í viðtali að það sé nauðsyn-
legt að kljást við fyrirmyndir sínar þangað til þær liggja í valnum.
Fullkomlega. I hvert skipti og menn færa Faulkner í tal við mig, ítreka ég
að vandinn hafi ekki verið að líkja eftir Faulkner heldur koma honum fyrir
kattarnef, brjótast undan ægivaldi hans.
Hvað um Cervantes?
Cervantes hefur engin áhrif haft á mig.
En Biblían?
Biblían já. Hiklaust allt sem viðkemur frásögnum Biblíunnar. Gerirðu
þér grein fyrir því að Biblíunni vex ekkert í augum?
Hún kann ekki að blygðast sín.
Ekki til í dæminu. Biblían er til alls vís. Gamlatestamentinu er ekkert
135