Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Síða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Síða 17
Manuel Pereira Tíu þúsund ár bókmennta Viðtal við Gabriel Garcia Marquez Síðustu ár hafa fáir höfundar vakið meiri athygli á íslandi en Gabriel Garcia Marquez sem Guðbergur Bergsson hefur kynnt okkur með þýðingum á Hundrað ára einsemd og Liðsforingjanum berst aldrei bréf. En það er ekki bara á Islandi sem Marquez hefur fundið hljómgrunn, nýjasta skáldsaga hans „Frásögn af fyrirframákveðnum dauða“ kom út í apríl 1981 í stærra upplagi en áður getur um í útgáfusögunni og í árslok hafði hún verið þýdd á 32 tungumál. Til að svala forvitni um höfundinn höfum við snarað á íslensku viðtali sem kúbanska tímaritið Bohemia átti við Marquez í febrúar 1979. Hér birtist viðtalið ögn stytt og þýtt úr frönsku. Fyrir réttu ári sagðirðu að þegar rithöfundur tæki sér penna í hónd ætti hann að fyllast metnaði og einsetja sér að skrifa betur en Cervantes, Lope de Vega, Quevedo, osfrv... Gætirðu frætt okkur meira um þetta? Eg álít að í starfi höfundarins sé lítillæti ofmetin dyggð. Ef þú sest niður til að skrifa af lítillæti verðurðu óhjákvæmilega smár í sniðum sem höfund- ur. Þvert á móti ber að leggja í verkið allan þann metnað sem unnt er og samjöfnuð við alla bókmenntarisana. Þegar öllu er á botninn hvolft, lærist manni að skrifa af stóru leiðarljósunum, Sófóklesi, Dostoévskí. . . Hvers vegna skyldi maður þá skrifa af meira lítillæti en þeir. Þér ber að skora þá á hólm með þeim ásetningi að skrifa betur en þeir. Þú ert þá sammála Regis Debray, sem segir í viðtali að það sé nauðsyn- legt að kljást við fyrirmyndir sínar þangað til þær liggja í valnum. Fullkomlega. I hvert skipti og menn færa Faulkner í tal við mig, ítreka ég að vandinn hafi ekki verið að líkja eftir Faulkner heldur koma honum fyrir kattarnef, brjótast undan ægivaldi hans. Hvað um Cervantes? Cervantes hefur engin áhrif haft á mig. En Biblían? Biblían já. Hiklaust allt sem viðkemur frásögnum Biblíunnar. Gerirðu þér grein fyrir því að Biblíunni vex ekkert í augum? Hún kann ekki að blygðast sín. Ekki til í dæminu. Biblían er til alls vís. Gamlatestamentinu er ekkert 135
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.