Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Side 20
Tímarit Máls og menningar þeir komi þér á sporið, geturðu ruglast, rammvillst því enginn veit hvað fyrir þér vakir þegar þú skrifar. Aftur á móti hef ég komið mér upp kerfi sem er ábyggilega þreytandi fyrir vini mína: í hvert skipti sem ég skrifa eitthvað, ræði ég það fram og aftur, segi vinum mínum frá því æ ofan í æ. Sumir segja að ég hafi sagt þeim sömu söguna í þrígang án þess að muna eftir og í hvert skipti hafði sagan breyst í meðförum, orðið fyllri. Og þar liggur hundurinn grafinn, af viðbrögðum þeirra dæmi ég hvar feitt er á stykkinu og hvar ég er veikur fyrir. Þú minntist á þátt Mercedes í Hundrad ára einsemd. Já, nema hvað ég, Mercedes og börnin ætluðum til Acapulco og fyrir- varalaust á miðri leið, bingó. Svona skal það vera, segi ég: atriðið með afanum sem leiðir barnið sér við hönd að skoða ísinn. Það verður að koma eins og þruma úr heiðskíru lofti og halda síðan áfram í sama tón. Ég tók u- beygju og sneri aftur til Mexikó að skrifa þessa bók. Fórstu þá aldrei til Acapulco? Nei. „Þú ert brjálaður,“ sagði Mercedes við mig, en hún lét mig fara mínu fram og þú getur ekki ímyndað þér hvað Mercedes hefur látið yfir sig ganga af vitfirringu í svipuðum dúr. En ekki vOrum við fyrr komin til Mexikó en sagan byrjaði að streyma eins og fljót í leysingum. Upphafið er alltaf erfiðast. Fyrsta málsgrein í skáldsögu eða smásögu segir fyrir um lengdina, tóninn, stílinn, allt. Höfuðverkurinn er upphafið. Með sama hraða plús allt sem mér lá á hjarta, taldist mér til að bókinni lyki ég á sex mánuðum, en að fjórum mánuðum liðnum var ég orðinn blankur en óaði við að gera hlé. Verðlaunaféð fyrir Dauðastundina hafði farið í Fæðingardeildina og síðan hafði ég keypt bíl fyrir afganginn og nú veðsetti ég bílinn. Hér er komið féð sem við verðum að moða úr, sagði ég við Mercedes, ég held mínu striki við skriftirnar. En mánuðirnir urðu ekki sex heldur átján og á meðan á þessu gekk minntist Mercedes ekki einu orði á að bílapeningarnir væru á þrotum og þegar húseigandinn rukkaði hana um þriggja mánaða leigu, sagði hún: „Góði maður, þetta er ekki neitt, við komum til með að skulda yður níu rnánuði". Og það varð. Seinna þegar Hundrað ára einsemd var komin út og eigandinn varð vitni að spreng- ingunni, hringdi hann í mig og sagði: „Herra Marquez, mér væri sönn ánægja ef þér vilduð láta mín að góðu getið í sambandi við tilurð bókarinn- ar“. Mercedes hafði ennfremur á hreinu að með jöfnu bili yrði hún að færa mér 500 blöð og ég fann þau alltaf á sínum stað. Ég kom mér niður á ákveðinn rítma: sömu afköst, sama pappírseyðsla. Þessi vondi prentsmiðjupappír skorinn í arkir. Ég er heilmikill jarðvöðull á pappír. Ég skrifa allt beint á ritvél og þegar ég geri villu eða er óánægður bregst ekki að ég fæ á tilfinninguna að það sé ekki einskær prentvilla heldur feill í 138
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.