Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 21
Tíu þúsund ár bókmennta sköpuninni. Ég byrja þá á nýju blaði, síðurnar hrannast upp, alltaf sama málsgrein, síðan sú lengsta, þá sú leiðréttasta og þegar blaðsíðan er komin geri ég handskrifaðar leiðréttingar og vélrita svo allt upp á nýtt. Einu sinni skrifaði ég smásögu sem taldi tólf blaðsíður, en þegar upp var staðið hafði ég brúkað fimm hundruð síður. Aldeilis ótrúleg pappírssóun að skrifa á rafmagnsritvél. Skrifarðu alltaf á rafmagnsntvél? Já. Hafirðu einu sinni komist upp á að nota rafmagnsritvél verðurðu svo háður henni að þér er lífsins ómögulegt að skrifa öðruvísi. Handknúinni vél fylgir alltaf truflun sem rafmagnsvélinni tekst að minnka uns maður verður hennar ekki var. Kannski maður komist nær því að hugsa af fingrum fram með rafmagns- vél heldur en handknúinni? Að sjálfsögðu veit ég um fjölmarga höfunda sem eru hræddir við að skrifa á rafmagnsvél. Af því að menn halda áfram að trúa á þessa rómantísku goðsögn sem svo margir byltingarsinnaðir vinir mínir eru haldnir, nefnilega að rithöfundar og listamenn yfir höfuð þurfi eymd og volæði til að geta skapað. Þvert á móti. Það er við hin bestu skilyrði sem maður skrifar best og firra að höfundur skrifi betur hungraður en mettur. Kannski listamenn og rithöfundar hafi búið svo lengi við eymdarkjör, að þeir séu farnir að líta á þau sem nauðsynleg skilyrði listsköpunar, en sannleikurinn er sá að maður skrifar betur mettur og á rafmagnsritvél. En að slepptri goðsögunni er hitt staðreynd að maður á auðveldar með að skrifa í samfelldum hrinum á meðan maður er ungur. Takist manni aftur á móti ekki að læra tæknibrellurnar á meðan flæðið stendur yfir, er hætt við að maður skrifi ekki stafkrók þegar flæðinu er lokið. Þegar ég var í blaðamennskunni samdi ég fréttapistla, ritstjórnargreinar og allt sem heiti hefur, en að loknum starfsdegi á miðnætti, settist ég niður við skriftir og oft varð til frásögn eða smasaga í einu rennsli. Með tímanum hefur þetta breyst og nú er svo komið að ég tel mig hópinn ef mér tekst að afkasta þokkalegri málsgrein á heilum degi og umskrifa hana svo venjulega daginn eftir. Talandi um starfskúnstir kemur mér í hug það sem þú hefur sagt um „bókmenntalega undirhyggingu“ Hemingways. í stað þess að verða fyrir áhrifum af Hemingway, hafa sumir höfundar tekið mið af þýðendum Hemingways, sem er öllu lakara. Þeir skrifa eins og Hemingway þýddur, af því þeir eru ekki Lesir á hann á frummálinu. Þetta kemur fram í mergð af stuttum setningum, hundsun á sprengikrafti málsins og ógrynni af gagns- lausum samtölum sem að viðhxttum áhrifum af spænsku leikhúsi verka ömurlega. 139
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.