Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 27
Tíu þiísund ár bókmennta
Þær eru ágætar til hálfs. Fídusinn í þeim er að flækja og greiða úr.
Flækjan er frábær en gamanið fer af þegar á að greiða úr. Snilldarverk
sakamálasögunnar er Odípús konungur eftir Sófókles af því þar kemst
leynilögreglumaðurinn að því að það er enginn annar en hann sjálfur sem
er morðinginn; lengra hefur enginn komist. Næst Ödipúsi set ég Leyndar-
dóm Edwins Drood eftir Charles Dickens, þar eð Dickens lést áður en
hann lauk henni og enn þann dag í dag er allt á huldu hver er morðinginn.
Gallinn við leynilögreglusögur er að þær skilja enga leyndardóma eftir
handa lesandanum. Sem afþreying eru þær frábærar og ég held alltaf með
morðingjanum af því ég veit fyrirfram að hann muni tapa.
Er satt að þú xtlir aldrei framar að skrifa skáldsögu ?
Búinn með yrkisefnin. Undur og stórmerki þegar ég finn mér ný.
Um langa hríð hefurðu ekki minnst á hókmenntir í viðtölum, hverju
Scetir það?
Öðru nær, það eru ár og dagar síðan ég hef verið spurður um
bókmenntaleg efni.
Hvað er að frétta frá Hollywood og áformum um að kvikmynda
Hundrað ára einsemd?
Fyrst buðu þeir mér milljón og nú eru þeir komnir upp í tvær. Þeir vilja
búta skáldsöguna í sundur til að gera skil sögu Aurelíano Búendía, sögu
Remedíos, osfrv... einskonar framhaldsþættir. Eg hef ekki viljað fallast á
það, kýs frekar að fólk haldi áfram að ímynda sér persónurnar eins og þær
koma fyrir. Daginn sem suður-ameríska byltingin þarf á þessum peningum
að halda, skrifa ég undir, fyrr ekki.
Juan Vicente Gomez er sá einrceðisherra sem mest líkist Einvaldinum.
Hvernig her að skilja þá fullyrðingu þína að Æfikvöld einvaldans sé
sjálfscefisaga?
Því skal ég svara í einni setningu með því skilyrði að þú spyrjir einskis
frekar: Ekkert líkist meir einsemd valdsins og einsemd frægðarinnar.
Pétur Gunnarsson þýddi.
145