Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Síða 32
Tímarit Máls og menningar
ósvífna tal og svipti klútnum frá andliti líksins og þá stóðu karl-
mennirnir líka á öndinni.
Þetta var Stefán. Þeir viðurkenndu það strax. Hefði þeim verið
sagt hann héti Sir Walter Raleigh hefðu þeir ef til vill látið hrífast af
útlenda hreimnum, páfagauknum á öxl hans og krókbyssunni sem
hann notaði til að drepa mannætur með, en Stefán gat ekki átt sinn
líka í þessum heimi og þarna lá hann einsog smokkfiskur, stígvéla-
laus, í alltof stuttum buxum og með þessar grjótkenndu neglur sem
ekkert beit á nema hnífur. Það þurfti ekki annað en svipta klútnum
frá andliti hans til að gera sér ljóst að hann skammaðist sín, það var
ekki honum að kenna að hann var svona stór, svona þungur og
svona fagur, og hefði hann bara vitað að þetta færi svona hefði hann
leitað að minna áberandi stað til að drekkja sér, í alvöru talað, ég
hefði sjálfur bundið galeiðuakkeri um hálsinn á mér og svo hefði ég
slangrað svo lítið bæri á niður að hömrunum til þess að valda ykkur
ekki þessum vandræðum núna, dauður á miðvikudegi einsog þið
kallið það, til þess að trufla engan með þessu skítuga hræi sem á
ekkert skylt við mig. Svo mikil einlægni var í fari hans, að jafnvel
tortryggnustu menn, þeir sem fundu beiskjubragð af smásmugu-
legum nóttum á hafinu og óttuðust að konur þeirra þreyttust á að
láta sig dreyma um þá og færu að láta sig dreyma um sjórekin lík,
jafnvel þeir, og aðrir sem voru enn harðari í horn að taka, fundu
hvernig einlægni Stefáns nísti þá í merg og bein.
Þannig vildi það til að Stefán fékk glæsilegustu útför sem hægt er
að veita sjóreknum útburði. Nokkrar konur, sem farið höfðu í
blómaleit til nálægra þorpa, komu aftur með fleiri konur sem ekki
höfðu trúað því sem þeim var sagt, og þegar þær sáu líkið fóru þær
að leita fleiri blóma og komu með enn aðrar konur til baka og fleiri
og fleiri, þangað til ekki varð þverfótað fyrir blómum og fólki.
Þegar til átti að taka þótti þeim sárt að skila honum í sjóinn
munaðarlausum, og voru honum þá valin faðir og móðir úr hópi
hinna bestu, og aðrir gerðust frændur hans og bræður og loks var
svo komið að allir þorpsbúar voru skyldir sín á milli vegna skyld-
leika við hann. Nokkrir sjómenn sem heyrðu grátinn úr fjarska
töpuðu áttum og sagt var að einn þeirra hefði látið reyra sig við
siglutréð, minnugur gamalla sagna um hafgúur. Meðan karlar og
konur rifust um þau forréttindi að fá að bera hann á öxlum sér niður