Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 40
Tímarit Máls og menningar sérstaks heims, sem kemur aldrei aftur. Þannig „teingjast hlutir eftir gildum rökum, jafnvel lögmálum“; það er aðal skáldsögu. I frásögn höfundarins af kunningsskap hans og Jóns Pálssonar frá Hlíð myndast úr hinum sundurleitu atriðum lífsins skáldsaga innan ævisögunnar — ein af mörgum. Skáldið lýsir samveru þessara listhneigðu unglinga í Kaupmannahöfn, þegar þeir eigruðu áhyggju- lausir „um borgina þvera og endilánga“: „Sérhver dagur var saga í þann tíð einsog í Þúsund og einni nótt“ (U 191). En fáum mánuðum síðar, „um hávorið 1920“, er Halldór orðinn gestur merkisbóndans Lars Larssonar í Trusta norður í Jamtalandi í Svíþjóð. Þar er þá Jón kominn á undan honum, og Halldór hefur flýtt sér til að sjá vin sinn aftur, „þann mann sem hafði kent mér að taka öllum uppákomum heimsins með léttu skopi“. En nú er einsog skyndilega sé komið hyldýpi á milli þeirra. Halldór „hugsar með skelfíngu til þess að þvílík ókunn persóna skuli vera sú manneskja sem hann hélt einusinni að vissi alt og gæti alt, og honum þótti næst mömmu vænst um af öllum mönnum“: „Þegar ég hitti Jón frá Hlíð aftur var það einsog að mæta látnum vin sínum í draumi: það er hann og þó er það ekki hann“. Kjör þeirra á þessum stað eru einnig mjög ólík. Það kemur í ljós að Jón „hafði ekki aflögu tíma handa gestum; hann var undirstétt sem vann hörðum höndum fyrir mat sínum, en ég nokkurskonar yfirstétt á skemtiferð; það kom ekki einusinni til mála að ég feingi að borða við sama borð og hann meðan ég var gestur Lars Larssonar í Trusta“ (232-34). Leiðir þeirra virðast skilja fyrir fullt og allt. En enn verður fundur þeirra, sá síðasti. Eftir mörg ár hittir Halldór fornvin sinn í Reykjavík, um áramótin 1929-30. Þá er Jón fyrir nokkrum árum kominn heim frá dvöl í Vínarborg, „niður- drabbaður vannærður tötramaður“. Hann lítur á Halldór „truflandi sundurleystu augnaráði“, tortrygginn og framandi. Það er ekki lengur um neitt samband að ræða milli þeirra. Jón leyfir honum samt að skoða sem snöggvast óbóu sína, þann töfragrip sem hann var kominn með frá Vínarborg til Islands, en varast að snerta hljóðfærið í hylki þess „með bláköldum höndum sínum": Saunggyðjan var þögul. Eg var þakklátur hinni þöglu gyðju fyrir að mega standa þarna þessi fáu andartök ásamt Jóni í Hlíð, og horfa á 158
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.