Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Qupperneq 40
Tímarit Máls og menningar
sérstaks heims, sem kemur aldrei aftur. Þannig „teingjast hlutir eftir
gildum rökum, jafnvel lögmálum“; það er aðal skáldsögu.
I frásögn höfundarins af kunningsskap hans og Jóns Pálssonar frá
Hlíð myndast úr hinum sundurleitu atriðum lífsins skáldsaga innan
ævisögunnar — ein af mörgum. Skáldið lýsir samveru þessara
listhneigðu unglinga í Kaupmannahöfn, þegar þeir eigruðu áhyggju-
lausir „um borgina þvera og endilánga“: „Sérhver dagur var saga í
þann tíð einsog í Þúsund og einni nótt“ (U 191). En fáum mánuðum
síðar, „um hávorið 1920“, er Halldór orðinn gestur merkisbóndans
Lars Larssonar í Trusta norður í Jamtalandi í Svíþjóð. Þar er þá Jón
kominn á undan honum, og Halldór hefur flýtt sér til að sjá vin sinn
aftur, „þann mann sem hafði kent mér að taka öllum uppákomum
heimsins með léttu skopi“.
En nú er einsog skyndilega sé komið hyldýpi á milli þeirra.
Halldór „hugsar með skelfíngu til þess að þvílík ókunn persóna
skuli vera sú manneskja sem hann hélt einusinni að vissi alt og gæti
alt, og honum þótti næst mömmu vænst um af öllum mönnum“:
„Þegar ég hitti Jón frá Hlíð aftur var það einsog að mæta látnum vin
sínum í draumi: það er hann og þó er það ekki hann“. Kjör þeirra á
þessum stað eru einnig mjög ólík. Það kemur í ljós að Jón „hafði
ekki aflögu tíma handa gestum; hann var undirstétt sem vann
hörðum höndum fyrir mat sínum, en ég nokkurskonar yfirstétt á
skemtiferð; það kom ekki einusinni til mála að ég feingi að borða
við sama borð og hann meðan ég var gestur Lars Larssonar í Trusta“
(232-34). Leiðir þeirra virðast skilja fyrir fullt og allt.
En enn verður fundur þeirra, sá síðasti. Eftir mörg ár hittir
Halldór fornvin sinn í Reykjavík, um áramótin 1929-30. Þá er Jón
fyrir nokkrum árum kominn heim frá dvöl í Vínarborg, „niður-
drabbaður vannærður tötramaður“. Hann lítur á Halldór „truflandi
sundurleystu augnaráði“, tortrygginn og framandi. Það er ekki
lengur um neitt samband að ræða milli þeirra. Jón leyfir honum
samt að skoða sem snöggvast óbóu sína, þann töfragrip sem hann
var kominn með frá Vínarborg til Islands, en varast að snerta
hljóðfærið í hylki þess „með bláköldum höndum sínum":
Saunggyðjan var þögul. Eg var þakklátur hinni þöglu gyðju fyrir að
mega standa þarna þessi fáu andartök ásamt Jóni í Hlíð, og horfa á
158