Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Side 47

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Side 47
„1 túninu heima “ hjá Islendingum í Kaupmannahöfn. En þar réttir ung kona honum tímarit með mynd á forsíðunni af móður hans og biður hann að segja eitthvað frá henni. Aðrir hafa seinna minnt hann á þetta atvik og sagt honum að hann hafi lengi horft þegjandi á myndina. Loks þegar hann reis úr sæti hafi hann ekki sagt nema þessi orð: „I rauninni þekti ég aldrei þessa konu. Hún var huldukona. En mér hefur þótt vænna um hana en aðrar konur.“ (T 21) Betur verður ekki lýst dularfullu sambandi móður og sonar, í senn sjálfsögðu og óskiljanlegu. Hér sannast á sinn hátt þau orð skáldsins sem ég hef áður vitnað í: „Jafnvel algeingustu hlutir í ævi þinni verða leyndar- dómur sem ekki verður að kornist." (U 236) Faðir Halldórs virðist hafa haft fágæta mannkosti til brunns að bera. Enda finnst syninum hann „aldrei hafa kynst við jafn vel gerðan mann í starfi hátterni og hugsunarhætti og Guðjón Helga Helgason“ (91). Það lítur út fyrir að þessi bóndi og verkstjóri hafi haft sérstaka gáfu til að vekja traust og öryggiskennd manna og að koma vingjarnlega fram við alla þá sem voru honum að einhverju leyti háðir: „Það var ró og öryggi kríngum Guðjón Helgason og einhver leynilegur traustvaki bjó í manninum." „Eitt er víst, Guðjón Helgason hreykti sér aldrei yfir mann sem hann átti skifti við; ég heyrði hann aldrei tala við annan mann af stygð, þaðanafsíður dæma mann í fjarveru hans.“ (226-27) Meðan Laxness er að semja I túninu heima berst honum í hendur frá öðrum manni látlaust plagg, starfsvottorð sem var einu sinni skrifað af föður hans. Það endur- vekur hjá honum þennan tíma í túninu heima sem nú er liðinn, hugsunarhátt þess og andrúmsloft: Þegar ég fer að rýna í þennan einfalda texta líður um hug mér og hjarta blær af heimi sem einusinni var, og reyndar lángt frá því að vera góður, þó hann væri á margan hátt betri en okkar heimur núna; en á þessari liðnu tíð kom hlýtt hjartalag, grandvör framkoma og virðíng fyrir náúnganum í staðinn fyrir réttlæti úr tölvu; þar var sú fegurð í mannlegri sambúð sem ekki varð lifað án þrátt fyrir alt og alt og alt. (228) Mig grunar að hér sé komið nálægt innsta kjarna þessarar æskusögu. Sem fullorðinn maður hefur Laxness kannað menningu samtíðar- innar og margar mismunandi skoðanir á lífi mannanna og hinu 165
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.