Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 47
„1 túninu heima “
hjá Islendingum í Kaupmannahöfn. En þar réttir ung kona honum
tímarit með mynd á forsíðunni af móður hans og biður hann að
segja eitthvað frá henni. Aðrir hafa seinna minnt hann á þetta atvik
og sagt honum að hann hafi lengi horft þegjandi á myndina. Loks
þegar hann reis úr sæti hafi hann ekki sagt nema þessi orð: „I
rauninni þekti ég aldrei þessa konu. Hún var huldukona. En mér
hefur þótt vænna um hana en aðrar konur.“ (T 21) Betur verður ekki
lýst dularfullu sambandi móður og sonar, í senn sjálfsögðu og
óskiljanlegu. Hér sannast á sinn hátt þau orð skáldsins sem ég hef
áður vitnað í: „Jafnvel algeingustu hlutir í ævi þinni verða leyndar-
dómur sem ekki verður að kornist." (U 236)
Faðir Halldórs virðist hafa haft fágæta mannkosti til brunns að
bera. Enda finnst syninum hann „aldrei hafa kynst við jafn vel
gerðan mann í starfi hátterni og hugsunarhætti og Guðjón Helga
Helgason“ (91). Það lítur út fyrir að þessi bóndi og verkstjóri hafi
haft sérstaka gáfu til að vekja traust og öryggiskennd manna og að
koma vingjarnlega fram við alla þá sem voru honum að einhverju
leyti háðir: „Það var ró og öryggi kríngum Guðjón Helgason og
einhver leynilegur traustvaki bjó í manninum." „Eitt er víst, Guðjón
Helgason hreykti sér aldrei yfir mann sem hann átti skifti við; ég
heyrði hann aldrei tala við annan mann af stygð, þaðanafsíður dæma
mann í fjarveru hans.“ (226-27) Meðan Laxness er að semja I túninu
heima berst honum í hendur frá öðrum manni látlaust plagg,
starfsvottorð sem var einu sinni skrifað af föður hans. Það endur-
vekur hjá honum þennan tíma í túninu heima sem nú er liðinn,
hugsunarhátt þess og andrúmsloft:
Þegar ég fer að rýna í þennan einfalda texta líður um hug mér og
hjarta blær af heimi sem einusinni var, og reyndar lángt frá því að
vera góður, þó hann væri á margan hátt betri en okkar heimur núna;
en á þessari liðnu tíð kom hlýtt hjartalag, grandvör framkoma og
virðíng fyrir náúnganum í staðinn fyrir réttlæti úr tölvu; þar var sú
fegurð í mannlegri sambúð sem ekki varð lifað án þrátt fyrir alt og alt
og alt. (228)
Mig grunar að hér sé komið nálægt innsta kjarna þessarar æskusögu.
Sem fullorðinn maður hefur Laxness kannað menningu samtíðar-
innar og margar mismunandi skoðanir á lífi mannanna og hinu
165