Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 56
Tímarit Máls og menningar
tilfinníngu einsog að virða fyrir sér erni. Stundum minnir hann mig
á svefngeingil hlaupa upp og ofan standberg með þrotlausar tilvitn-
anir úr kunnum og ókunnum bókmentum á hraðbergi í loftstökkun-
um.“ (174)
Það er ekki laust við að slík lýsing eigi einnig prýðilega við til
dæmis Vefarann mikla. En í þeirri bók — „grenjandi túr í Evrópu-
menningunni, góðri og illri, gamalli og nýrri“, að dómi Sigurðar
Nordals á sínum tíma — áttu áhrifin frá Strindberg eftir að koma
einna greinilegast í ljós, og þá ekki síst í „loftstökkunum“, í hinum
þrotlausa leik andstæðna.
Laxness er heldur ekki frá því að jafnvel í þeirri bók sem hann „er
að reyna að skrifa hér núna“ sé ef til vill Inferno „einn áhrifavaldur-
inn“ (153). Það má vel vera; í slíkum málum hlýtur álit höfundarins
að vera þungt á metunum. En annars virðist munurinn á þessum
bókum geysimikill. I Inferno snýst allt kringum höfundinn sjálfan á
ástríðufullan hátt, sérkennilegan einstakling orðinn miðdepill tilver-
unnar, skotspónn manna og æðri máttarvalda. Frásögn Laxness er
hinsvegar opin og raunsæ í víðtækri merkingu. Þar birtast umhverfi
og menn kringum aðalpersónuna á langtum hlutlægari „epískan“
hátt. Það er munurinn á játningu og sögu.
Korn handa bókmenntafrædingum
Einsog áður hefur verið minnst á heldur Laxness sér langt frá því
stranglega innan tímabilsins „til tvítugs", enda varla hægt að gera það.
Til þess er fortíð og nútíð alltof samofin í lífi og starfi manns. Þannig
varpa margar athugasemdir höfundarins beint eða óbeint ljósi á
seinni verk hans, stundum óvæntu, sem væri varla á færi annarra
manna að sjá. Okkur eru gefin mörg forvitnileg dæmi um upptök
skáldverks.
Bakvið Sölku Völku grillir í sögu Jonas Lies um Maisa Jons
(1888), sem breytti hugmyndum Halldórs „um val söguhetju: lítils-
megandi saumakona gerð að aflvaka í mannfélagsmyndinni var
uppgötvun sem leingi slepti ekki af mér taki“. Hann fór að dreyma
um „að búa til fornkonu úr vanalegu stúlkukorni og gera hana
örlagavald annarra manna og helst heillar þjóðar“. Þannig tók smám-
174