Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 64
Tímarit Máls og menningar
Hitt er svo annað mál að sem lesendur getum við skilið eða
misskilið íroníu höfundar; okkur getur fundist hann kaldhæðinn og
„mannfjandsamlegur" eða hlýr og fullur af samúð; okkur getur líka
fundist gagnrýni hans jákvæð eða verið ósammála henni. Eg held
hins vegar að það sé ekkert við hina íronísku aðferð sjálfa sem hafi
það sjálfkrafa í för með sér að höfundarafstaða sé neikvæð gagnvart
efni sögunnar.
Að öðrum íslenskum höfundum ólöstuðum held ég að enginn
hafi haft jafn meistaraleg tök á beinni og óbeinni íroníu og Halldór
Laxness, og að fáar bækur hans séu íronískari en Brekkukotsannáll.5
Hér á eftir verður fjallað um íroníu í Brekkukotsannál enda er það
trú mín að hún skipti sköpum í sambandi við það hvernig verkið er
skilið og túlkað.
Alfgrímur eldri
Brekkukotsannáll er fyrstu persónu saga og endurminningasaga.
Sögumaður okkar, Alfgrímur Hansson, er þannig ekki bara einfald-
ur heldur tvöfaldur í roðinu; annars vegar er sá Alfgrímur sem
upplifir atburði sögunnar í Reykjavík á fyrstu áratugum aldarinnar,
hins vegar er svo Alfgrímur eldri, sá sem segir söguna einhvern tíma
á sjötta áratugnum. Frá því að atburðir sögunnar gerast og þar til
hún er skráð líða minnst þrír eða fjórir áratugir.
Alfgrímur eldri, það „ég“ sem segir söguna, kemur ekki beint fram
og er ekki skýr persóna í sögunni. Af orðfæri hans, tilvísunum og
þekkingu má þó ráða að hann sé menntaður, víðförull og fágaður
heimsmaður. Það hefur því mikið vatn runnið til sjávar frá því að
hann kvaddi ömmu og afa í Brekkukoti á hafnarbakkanum og sigldi
út í heim til að læra söng. Við vitum ekki hvaða starf Alfgrímur eldri
hefur með höndum, en hann skrifar Jjessa sögu veraldarsöngvarans
Garðars Hólms, Brekkukotsannál. A einum stað segist hann „oft
vera að setja eitthvað saman . . .“(125) og sú lesandapersóna sem
hann hefur í huga í Brekkukotsannál er ekki af verri endanum ef
marka má þessa ósk sögumanns:
Eg vona að ég verði ekki af frægum ritdómurum talinn í flokki með
neinum sérstökum þíngkallendum fárs og feigðar þó ég segi hér . . .
(80).
182