Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Qupperneq 66

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Qupperneq 66
Tímarit Mdls og menningar Þegar Álfgrímur eldri hugsar aftur til þessara tíma kemst hann svo að orði: I bók eftir ágætan meistara er frá því sagt á einum stað að loftið í borginni hafi verið hrannað af nafni tiltekinnar konu. Ég hef stund- um verið að hugsa um að það var ekki ólíkt ástatt um loftið hjá okkur í kríngum kirkjugarðinn og nafn Garðars Hólms. (90) Ein af fyrstu bernskuminningum Álfgríms er um myndina sem hangir uppi bæði í Hringjarabænum og Brekkukoti. Síðar sér hann þessa mynd líka í sölum konungsráðgjafans og myndin verður drengnum óþrjótandi umhugsunarefni: Þessi ljósmynd var af úngum manni með upplitníngarsvip, og sá á vánga honum. Hann virtist sjá í draumleiðslu einhverja undrasjón áleingdar; en einkum léði þó klæðaburður hans myndinni andblæ sem var óskyldur lífi okkar hér: hvítsterkjað hálslín, skínandi skyrtu- brjóst og lafafrakki með silkikraga sem stirndi á; þaráofan bættist rós í hnappagatinu. Þeim mun undarlegri var sá fróðleikur sem ég meðtók snemma, að þetta væri sonur hennar Kristínar í Hríngjara- bænum og þarmeð frændi okkar í Brekkukoti, hann Georg Hansson, sem „núorðið“, einsog þær frænkur sögðu, hét Garðar Hólm. (36) Þegar Álfgrímur litli reynir að spyrja ömmu sína eða Kristínu nánar um þennan frænda sinn verður heldur fátt um svör. Ymist svara gömlu konurnar út í hött eða gefa óákveðin svör sem drengur- inn skilur ekki. Þessi undanbrögð í svörum vekja að sjálfsögðu aðeins enn meiri áhuga Álfgríms á Garðari Hólm. Um leið og Álfgrímur er búinn að læra að lesa getur hann byrjað að afla sér nokkurra upplýsinga sjálfur. Hann drekkur í sig allt lesmál sem kemur út um söngvarann og hann les grein eftir grein í Foldinni um frægð hans og viðurkenningu erlendis. Lengi vel er þetta hið eina sem Álfgrímur veit um Garðar Hólm, þ.e. goðsögnin um drenginn úr Hringjarabænum sem varð heimsfrægur óperu- söngvari og fékk heiminn til að „standa á öndinni yfir þeirri snild er barst af íslandi“.(92) Álfgrímur hefur þannig óljósar hugmyndir um Garðar Hólm og Garðar er honum of fjarlægur til að hann geti tekið raunsæja afstöðu til hans. Hins vegar er hann þá þegar orðinn örlagavaldur í lífi Álfgríms: 184
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.