Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Side 67

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Side 67
Innan og utan við krosshliðið Eg veit ekki hvort vitneskjan um heimssaungvarann, sem hafði verið hérna dreingur einsog ég, olli því að ég fór óviti að taka eftir saung og öllu sem átti skylt við saung, og var farinn að sýngja við smájarðarfarir hjá séra Jóhanni; en ekki var það af því ég væri að taka mér Garðar Hólm til fyrirmyndar, að minstakosti ekki viljandi, til þess var mynd hans of fjarri mér þó hún héngi í stofum manna . . . Eitt var víst, ég man varla eftir mér öðruvísi en hann væri fjarlægi niðurinn bakvið fjallið bláa hinumegin við sjóinn í lífi mín sjálfs. (90-91) Álfgrímur er aðeins tólf ára þegar Garðar Hólm kemur til lands- ins í fyrsta sinn. Þó Álfgrímur sé ungur er hinn hreini tónn, sem séra Jóhann talar um, orðinn ómeðvitað markmið hans í lífinu. Álfgrím- ur trúir því að Garðar Hólm syngi þennan hreina tón. Fyrsta heimkoma Garðars breytir ekki miklu um persónudýrkun Álfgríms yngri. Að vísu er söngvarinn öðruvísi í útliti en Álfgrímur hafði ímyndað sér hann eftir ljósmyndinni. Leiðsla Garðars er orðin myrk „með aðkenníngu af sársauka" (101) en hugmyndir Álfgríms um alheimssöngvarann breytast ekki að því er séð verði. Hins vegar fær lesandi grunsemdir um að ekki sé allt með felldu. Lesanda er til dæmis fullljóst hver það er sem heimsækir eftirlits- manninn um nótt til að biðja hann um peninga. Þegar eftirlitsmaður- inn er kynntur til sögunnar segir að hann sé „. . . fjarskyldur ættíngi þeirra frænkna, ömmu minnar og hennar Kristínar í Hríngjara- bænum.“ (53) I nætursamtalinu, sem Álfgrímur heyrir óvart, falla þessi orð: Já rétt segir þú vinur: sannarlega erum við skyldir menn . . . við erum þeim mun skyldari en aðrir menn sem þú ert nafnkunnari öðrum íslendingum, en ég ónafnkunnari. Elskulegi frændi, var hvíslað á móti. (105) Eftirlitsmaðurinn lætur frænda sinn og gest fá gullpeninga úr pungnum þar sem hann geymir féð sem hann fékk fyrir jörðina sína uppi á Skaga. Nokkrum dögum síðar fer Álfgrímur fyrir ömmu niður í bæ til að kaupa pipar fyrir þrjá aura. I þeirri ferð hittir hann Garðar Hólm sem í það skipti er ákaflega útbær á gullpeninga. Hann gefur Álfgrími litla meira að segja einn pening. Nokkrum dögum síðar verður eftirlitsmaðurinn þess áskynja að Álfgrímur er 5 185
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.