Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 70
Tímarit Máls og menningar vanni . . . Eg veit ekki nema fólkið hafi haldið að einmitt sona, einsog þessi kellíngarvæll, væri sá frægi veraldarsaungur sem hafði hrifið páfann. (254) Þetta mun hafa verið í fyrsta sinni sem heimssaungvarinn lét til sín heyra á Islandi: (255) Álfgrímur víkur þessari herfilegu uppákomu frá sér eins og hann er vanur ef eitthvað gengur þvert á það sem hann hefur haft fyrir satt. Ef til vill heldur hann í þá trú að Garðar hafi verið að skopast að hinu fáránlega samkvæmi Gúðmúnsens með þessum söng. Þegar þeir sitja saman á eftir á leiði Gabríels höfuðengils segir Garðar honum hluta sögu sinnar honum til viðvörunar. Þetta er mikilvæg stund, Álfgrímur veit það og er djúpt snortinn. Hann er samt enn of bundinn „dýrlíngsmynd æsku sinnar“ (295) til að geta horfst í augu við sannleikann og hann lofar liðsinni sínu á tónleikum Garðars Hólms í Dómkirkjunni. Kvíði Álfgríms fyrir tónleikana bendir þó til þess að innst inni viti hann hvað koma skal. Eftir sönginn í Dómkirkjunni veit Álfgrímur allt. Hann er frjáls af goðsögninni um Garðar Hólm. Um leið veit hann að Garðar getur ekki sungið um kvöldið og að hann muni kallaður til að syngja í Garðars stað. Hann er arftakinn. Um kvöldið kallar Gúðmúnsen Álfgrím fyrir sig og býðst til að kosta hann til söngnáms — eins og Garðar forðum. En í ljósi þess sem Álfgrímur hefur verið að skilja smám saman í sögunni hafnar hann því boði. Garðar Hólm Af bókinni má ráða að æskuár Georgs litla Hanssonar í Hringjara- bænum hafi liðið á ósköp svipaðan hátt og æskuár Álfgríms síðar: Hann var vænn dreingur hann Gorgur litli hennar Kristínar þegar hann var að leika sér hérna í kirkjugarðinum; og líkur þér. (36) Æskuár Georgs og Álfgríms eru þó ekki að öllu leyti hliðstæð. Amma og afi í Brekkukoti bera mikla umhyggju fyrir Álfgrími og þykir afar vænt um hann á sinn hátt. Hann elst því upp við það 188
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.