Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 74
Tímarit Máls og menningar til háðungar. Gúðmúnsen vill auka söluna með því að auka virðingu saltfisksins, binda á hann slaufu, „alþjóðlega frægðarslaufu“ (sbr. 257). Garðari Hólm er líka ætlað að sjá um þessa vörufagurfræði- legu hlið málsins. Georg Hansson á trúlega ekki mikinn þátt í þessum fyrirætlunum Það kemur fram í bókinni að hann hefur barnungur sungið við smærri jarðarfarir hjá séra Jóhanni og lært af honum að „það er til einn tónn — og hann er hreinn“ (120). Ef til vill dreymir Georg þennan tón á meðan hann öskrar útilegumanna- og tröllakvæði í kapp við drykkjumenn í Búðinni og fyrir slátrara í Danmörku. Kannski vonar hann að þessi draumur hans rætist, læri hann söng á vegum Gúðmúnsens. Hvort heldur ástæður hans eru þessar eða aðrar virðist hann breytast mjög á þeim tímum sem nú fara í hönd í lífi hans. Hann vill og ætlar að læra að syngja og sú ákvörðun hans er ástríðufull og óhagganleg. Þetta er annar maður en hinn ístöðu- lausi nemandi í Latínuskólanum forðum. Garðar Hólm segir Alfgrími næsta hluta ævisögu sinnar þegar þeir sitja saman eitt kvöld á leiði Gabríels höfuðengils. Hann segir óbeint frá þessum kafla ævi sinnar, talar í framtíð og setur Alfgrím í sitt hlutverk. Saga hans er bæði forspá um það sem gæti orðið ferill Alfgríms og viðvörun til hans. Af hinni óbeinu og stundum nokkuð torræðu frásögn Garðars má ráða að Gúðmúnsen hafi kostað hann í söngskóla í framhaldi af meðmælum hinna dönsku vina sinna. En Gúðmúnsen er fáfróður nirfill og smásál í raun — hversu mjög sem hann langar til að líta út fyrir að vera eitthvað annað. Þrátt fyrir fögur fyrirheit verður Georg að draga fram lífið erlendis af því að . . . Á aungu kvikindi í samanlögðu sköpunarverkinu er jafndjúpt og tékknum af Islandi. Það er ekki af því Gúðmúnsensbúð sé vond búð. En hún er ekki beint saungbúð. (226) Söngnám hans virðist lítið verða annað en vonin ein og bók með raddmyndunaræfingum (sbr. 270). Sagan sem Garðar segir Alfgrími af söngferðalaginu til Vesturheims gæti verið saga af hans eigin reynslu og hún er dæmisaga um leið. En á meðan örvænting Georgs magnast í útlöndum og sjálfsblekkingar hans verða.æ haldminni — fer annarri sögu fram á Islandi. 192
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.