Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 80
Tímarit Máls og menningar
raunsær og innhverfur. Það sem tengir þá órofa böndum er hinn
hreini tónn sem þá dreymdi báða.
Þegar þeir ræða saman, kvöldið á leiði Gabríels höfuðengils, talar
Garðar um hinn hreina tón og segir:
Kanski segirðu líka við sjálfan þig: þetta er honum Garðari Hólm að
kenna ... — Það var hann sem kom því inn hjá mér að ég réði fyrir
streing náðargáfunnar, þeim tóni sem næði til hjartans, og gæti kallað
fram þetta ónýta saltvatn sem við nefnum tár. (272)
Hinn hreini tónn er þannig sú einlægni—eða „samlíðun með Ástu
Sóllilju á jörðinni“ — sem listamaðurinn túlkar í verkum sínum þegar
best tekst til. Aðeins þessi einlægni, borin fram af auðmýkt, gefur
listinni þá dýpt og það mikilvægi og vald að hún geti kallað fram
„eitt tár gagnvart sköpun heimsins“(267). En hugsjónin, einlægnin og
ástin til mannanna er ekki nóg. Það verður að gefa þeim form, það
verður að ná sambandi við aðra — að öðrum kosti er listamaðurinn
bara að tala við sjálfan sig. Og þá koma markaðslögmálin til
sögunnar— „lögmálið „aldrei óbrosandi“ sempre sorridente“ (271).
Þá er nú hætt við að fari að falla á hugsjónirnar og einlægnina, og
hvað gerir listamaðurinn þá? Hvað verður þá um hinn hreina
tón.
Garðar saumar að Álfgrími og leggur fyrir hann hverja
spurninguna annarri erfiðari. Álfgrímur þumbast við enda væri það
þvert á stefnu Brekkukots að fara að játa upp á sig hugsjónir af
einhverju tagi. En þunginn í orðum Garðars fer ekkert fram hjá
Álfgrími.
Eftir sönginn í Dómkirkjunni hættir Garðar Hólm að vera goð-
sögn í huga Álfgríms. Hann skilur nú hvernig í öllu liggur og um
leið hættir hann að vera íronísk persóna. Sögurnar tvær sem sagðar
eru í Brekknkotsanndl, harmsaga Garðars Hólms eða Georgs Hans-
sonar og þroskasaga Álfgríms yngri, koma þannig saman í lok
bókarinnar og hið íroníska misræmi á milli sjónarhorna bókarinnar
er upphafið. Garðar Hólm hefur skipt Álfgrím ákaflega miklu máli
en fram undan er hans eigin leið að hinu fjarlæga markmiði, hreina
tóninum. Hann tekur við hlutverki Garðars á táknrænan hátt þegar
hann syngur í Garðars stað:
198