Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Side 85

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Side 85
Silja Aðalsteinsdóttir Breytileiki lífsins er sannleikurinn (Eða: Hörð árás á Arna Sigurjónsson) Aldrei gleymi ég því þegar ég lauk við lestur Sölku Völku eftir Halldór Laxness í fyrsta sinn. Það var snemma kvölds um hávetur og ég hafði lesið síðustu kaflana upphátt, því hún var húslestrarbók fjölskyldunnar þær vikurnar. Raunar átti ég í miklum erfiðleikum með lesturinn vegna óstöðvandi táraflóðs á síðustu blaðsíðunum. En þegar lestri lauk var barið að dyrum. Frammi stóð konan á neðri hæðinni og bað um að fá léðan sykur. Henni varð mikið um þegar hún sá mig svona útgrátna og sagðist ekki vilja trufla, en ég sagði á móti að þetta væri allt í lagi, ég hefði bara verið að lesa svona sorglega bók. Hún trúði mér greinilega ekki, en sykurinn fékk hún. Alveg síðan þennan vetur hef ég haldið meira upp á Sölku Völku en aðrar bækur. Hún er svo rík saga af mannlífi og heimspekilegum vangavelt- um um lífið á þessu landi, að stundum þegar ég les hana finnst mér að ef ég gæti bara lesið hana hægt og rólega myndi mér opinberast allur sannleikur- inn um þjóð mína. Hins vegar er hún svo spennandi að það er engin leið að lesa hana hægt. í síðasta hefti þessa tímarits (TMM 1 1982) birtist grein sem mér þótti forvitnileg fyrir margra hluta sakir en einkum þó fyrir það hvernig höfundur hennar metur aðalpersónur verksins um Sölku Völku. Greinin ber heitið Hugmyndafrœði Alþýðubókarinnar og er eftir Arna Sigurjóns- son. Árni er einkum að gera grein fyrir skoðunum Halldórs á árunum kringum 1930 eins og þær koma fram í Alþýðubókinni og Sölku Völku, og þeim margvíslegu áhrifum sem hann varð fyrir þá. Fræðimennska Árna er traust eftir því sem ég best fæ séð og hef vit á, en bókmenntalegt mat hans þykir mér ekki eins traust. Þess vegna langar mig að sletta mér ofurlítið fram í umræðu hans um Sölku Völku; Alþýðubókina læt ég liggja milli hluta að mestu. I þessari stuttu umsögn gefst ekki rúm til að rekja efni Sölku Völku og kýs ég því þann auðvelda útveg að gera ráð fyrir að lesendur hafi lesið hana líka. Allar tilvitnanir í bókina eru í 3. útgáfu hennar (Helgafell, 1959). 203
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.