Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 87

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 87
Breytileiki lífsins borgaralegu norm, en reynir ekki að meta hann á forsendum sögunnar eða forsendum Sölku. Oll atriðin sem Arni tínir til gegn Arnaldi persónulega eru stafrétt samkvæmt bókinni eins og Árni les hana, Arnaldur er sekur um alla þessa glæpi. En það má lesa öðruvísi úr þeim. Arnaldur gegnir tvíþættu hlutverki í sögunni: annars vegar að frelsa Sölku undan kynfælni hennar sem stafar af skefjalausu óláni móður hennar í kynhlutverki sínu á uppvaxtarárum Sölku, og hins vegar að segja henni að til sé annars konar líf en það sem lifað er á Óseyri við Axlarfjörð. Salka tilbiður Arnald og setur hann á stall strax lítil stelpa, og hún sefur ekki hjá honum fyrr en hún hefur fellt hann af þeim stalli. Maður sefur ekki hjá guði sínum. En þegar hún kemst að því að hann hefur látið eyða fóstri Guju í Króknum sem varð til fyrir ólán (líklega hefur hann orðið uppiskroppa með getnaðarvarnir), þá verður hann að manni í hennar augum og hún getur slappað af: „Arnaldur, mér finst ég elski þig meira en nokkurntíma áður. Mér finst ég hefði aldrei elskað þig eins mikið ef þetta hefði ekki komið fyrir — hina stúlkuna.“(428) Ástir þeirra eru undur heitar og það er ekki bara Arnaldur sem „gleymir kommúnismanum" meðan þær vara heldur Salka líka. Hins vegar er það ekki markmið höfundar að láta allt enda með ameni í einni sæng, hann ætlar sögu sinni annað hlutverk en borgaralegum ástarsögum. Salka hefur verk að vinna í þorpinu sínu. „Setjum svo að ég deyi og verði grafinn“, segir Arnaldur. „Mundir þú þá ekki halda áfram að lifa mig í starfsamri endur- minníngu þess sem ég hef gefið þér, hugsjón sameignarstefnunnar?" (432— 3) Salka svarar honum ekki við þetta tækifæri, en á öðrum stað segir hún: „ . . .ég skil samt ýmislegt sem þú sagðir í fyrra, einsog til dæmis að það er bjánaskapur að láta bara einn mann í plássinu hafa uppúr saltfiskinum. Og mér finst það sé ómögulegt að breyta um þegar maður hefur einusinni komið auga á það sem rétt er. Eg er kanski sein að hugsa, en þegar ég er loksins búin að sjá hvað rétt er, þá fylgi ég því. Já Salka Valka, þú hefur líka eitt auga í miðju enni“, svarar Arnaldur (385). Salka er fulltrúi alþýðu í sögunni, og Halldór Laxness veit sem er að menntamenn úr yfirstétt geta frjóvgað alþýðuna með hugmyndum sínum um þjóðfélagsbyltingu, en þeir geta ekki framkvæmt hana, það verður alþýðan að gera sjálf. Salka verður að koma hugsjón sameignarstefnunnar í framkvæmd með eigin hendi, og til þess að geta það verður hún að losna við Arnald, sem er maður andartaksins en ekki varanleikans, draumsins en ekki framkvæmdanna. Það má segja að höfundur fórni Arnaldi á altari sögunnar, því það er Salka sem verður að lifa. Það er einnig matsatriði hvort Arnaldur „færist undan svari“ þegar Salka 205
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.