Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Síða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Síða 94
Tímarit Máls og menningar öllu börn, þá steig hún uppá stól, þeytti upp glugganum og kallaði til hans að fara varlaga, hann gæti dottið, rennan gæti gefið sig, hann gæti fótbrotnað, hann yrði að bíða svona grafkjur, alveg grafkjur þangað til maðurinn hennar kæmi með stiga, alveg grafkjur. Hún hvarf úr glugganum og drengurinn rifjaði það upp fyrir sér sem hann hafði heyrt mömmu sína segja, að kona rafveitustjórans ætti erfitt, hún væri ýmist svo veik að hún færi ekki úr náttsloppnum dögum saman, eða svo skelfing frísk að hún þurrkaði af frammá nætur; krakkana sína dúðaði hún líka einsog hún væri hrædd um að þau dæju ef þau fengju kvef oní þetta síkvef sem þau voru með ein allra barna. Hann færði sig úteftir þakinu og fann að rennan var ekki sú sterkasta í bænum, hún gaf frá sér brakandi veikleikastunur um leið og hún geiflaði sig hér og þar og sýndi hvar riðið var komið í gegn. Af lítilli varúð beygði hann sig fram og tók upp undrið sem svo lengi hafði freistað hans úr glugganum. Það reyndist vera lykill af sardínudós, og drengurinn hnussaði í vonbrigðum sínum og kastaði honum niðrí garðinn um leið og konan og rafveitustjórinn komu frammá tröppurnar. — Gerðu eitthvað, Sigurður! hrópaði hún þegar maður hennar lét sér nægja að standa þarna og virða fyrir sér drenginn á þakinu. Hvað er þetta, ætlarðu þá ekki að sækja stiga? — Ætlar þú aldrei að hætta að verða þér til skammar? sagði hann og snaraðist inn. — Sigurður! kallaði hún á eftir honum og gat ekki haft augun af drengnum. Sigurður, Sigurður! En Sigurður rafveitustjóri ansaði þessu engu. — Vertu kjur, vertu kjur, hrópaði hún þá til drengsins. Eg skal . . . Hún náði ekki að segja meira né að hreyfa sig úr stað, því nú tók drengurinn af öll tvímæli um andlega vanheilsu sína, hann gekk hægum og öruggum skrefum eftir þakrennunni og horfði um leið yfir nágrennið, nálægt og fjarlægt, einsog hann væri að leika ferða- mann í útsýnisturni. Þetta var meira en kona rafveitustjórans þoldi. Hún tók með báðum höndum fyrir augun og kallaði svo hátt að það heyrðist í nærliggjandi húsum: — Hjálp, Sigurður, hjálp! Þá gerðist þrennt í einu: foreldrar drengsins komu út, rafveitu- 212
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.