Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 95

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 95
A hafinu eina stjórinn birtist aftur á tröppunum og konan hans gægðist milli fingra sér og sá: drengurinn var horfinn af þakinu. — Hann datt, hann er dáinn! hrópaði hún uppyfir sig um leið og hún hneig niðrí tröppurnar. A grasblettinum fyrir neðan þakrennuna lá drengurinn og bærði ekki á sér. En þegar foreldrar hans og Sigurður rafveitustjóri komu að honum öll í einu, spratt hann upp einsog fjöður, og því til staðfestingar að hann væri óskaddur stökk hann uppá grindverkið og útá götuna og aftur jafn snögglega af götunni, uppá grindverkið og inní garð þar sem þrenningin stóð enn í sömu sporum. Á tröppunum hinumegin sat kona rafveitustjórans í hnipri og grét. Ekkahikstinn var bæði djúpur og ör. — Hún er svona, sagði rafveitustjórinn afsakandi og beindi orðum sínum til föður drengsins. Hvað á maður að gera? Slangur af fólki, mest krakkar, stóð á götunni þegar hann gekk upp tröppurnar heima hjá sér; baksvipurinn lýsti þreytu. Áðuren hann kom að konunni sinni leit hann til baka og hristi höfuðið einsog hann vildi segja, að ekki væru allir öfundsverðir. Þvínæst tók hann tvær tröppur í einu skrefi, greip hana snöggt í handlegginn, rykkti henni upp og ýtti henni á undan sér framhjá börnum þeirra spariklæddum, skipaði þeim að vera úti smástund og skellti síðan hurðinni á eftir sér og henni. Börnin litu hvort á annað, tókust í hendur niðurlút og snéru sér frá starandi götunni. Daginn eftir kom kona rafveitustjórans og talaði við móður drengsins. Hún vildi fá að vita hvað gengi að honum og hvort ekki væri hægt að gera eitthvað fyrir hann. Henni var boðið inn, og á leið til stofu sagði móðir drengsins frá því hálfhlæjandi, að þetta væri hvorki nýtt né mikið miðað við annað, drengurinn hefði kveikt í öskutunnunum bakvið Árnabúð og einu sinni falið sig um borð í togara sem þurfti svo að snúa við, kominn hálfa leið á miðin. — Það er þá svona, andvarpaði kona rafveitustjórans. — Annars er hann ágætur, sagði móðir drengsins og vildi snúa samtalinu uppí eitthvað merkilegra og hella á könnuna; þær voru að talast við í fyrsta sinn. Kona rafveitustjórans gerði snögga rannsóknarúttekt á stofunni og settist ekki þó henni væri boðið það tvívegis. Utum allt lágu blöð 213
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.