Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 95
A hafinu eina
stjórinn birtist aftur á tröppunum og konan hans gægðist milli
fingra sér og sá: drengurinn var horfinn af þakinu.
— Hann datt, hann er dáinn! hrópaði hún uppyfir sig um leið og
hún hneig niðrí tröppurnar.
A grasblettinum fyrir neðan þakrennuna lá drengurinn og bærði
ekki á sér. En þegar foreldrar hans og Sigurður rafveitustjóri komu
að honum öll í einu, spratt hann upp einsog fjöður, og því til
staðfestingar að hann væri óskaddur stökk hann uppá grindverkið
og útá götuna og aftur jafn snögglega af götunni, uppá grindverkið
og inní garð þar sem þrenningin stóð enn í sömu sporum.
Á tröppunum hinumegin sat kona rafveitustjórans í hnipri og
grét. Ekkahikstinn var bæði djúpur og ör.
— Hún er svona, sagði rafveitustjórinn afsakandi og beindi
orðum sínum til föður drengsins. Hvað á maður að gera?
Slangur af fólki, mest krakkar, stóð á götunni þegar hann gekk
upp tröppurnar heima hjá sér; baksvipurinn lýsti þreytu. Áðuren
hann kom að konunni sinni leit hann til baka og hristi höfuðið
einsog hann vildi segja, að ekki væru allir öfundsverðir. Þvínæst tók
hann tvær tröppur í einu skrefi, greip hana snöggt í handlegginn,
rykkti henni upp og ýtti henni á undan sér framhjá börnum þeirra
spariklæddum, skipaði þeim að vera úti smástund og skellti síðan
hurðinni á eftir sér og henni. Börnin litu hvort á annað, tókust í
hendur niðurlút og snéru sér frá starandi götunni.
Daginn eftir kom kona rafveitustjórans og talaði við móður
drengsins. Hún vildi fá að vita hvað gengi að honum og hvort ekki
væri hægt að gera eitthvað fyrir hann.
Henni var boðið inn, og á leið til stofu sagði móðir drengsins frá
því hálfhlæjandi, að þetta væri hvorki nýtt né mikið miðað við
annað, drengurinn hefði kveikt í öskutunnunum bakvið Árnabúð
og einu sinni falið sig um borð í togara sem þurfti svo að snúa við,
kominn hálfa leið á miðin.
— Það er þá svona, andvarpaði kona rafveitustjórans.
— Annars er hann ágætur, sagði móðir drengsins og vildi snúa
samtalinu uppí eitthvað merkilegra og hella á könnuna; þær voru að
talast við í fyrsta sinn.
Kona rafveitustjórans gerði snögga rannsóknarúttekt á stofunni
og settist ekki þó henni væri boðið það tvívegis. Utum allt lágu blöð
213