Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Síða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Síða 96
Tímarit Máls og menningar og bækur einsog þetta væri lesstofa, tvö teppi voru í kuðli í slitnum sóffanum einsog einhver hefði lagt sig þarna til svefns eða hvíldar, og mikið ef kötturinn hafði ekki gert eitthvað, undarleg var lyktin. — Hér gildir einu-sinni-í-viku-reglan, sagði móðir drengsins og hló afsakandi um leið og hún fór frammí eldhús að setja á ketilinn. Kona rafveitustjórans kom á eftir henni, leit á hana með hlut- tekningu og mælti: — Nú skil ég. — Svo skundaði hún út án þess að kveðja. Stuttu seinna mætti hún drengnum þar sem hann var að leika sér á götunni ásamt öðrum krökkum. Hún stóð álengdar nokkra stund og virti hann fyrir sér. Þá gekk hún til hans, horfði beint í augu hans og sagði upphöfðum rómi: — Þú ert brjálaður, blessað barn. Guð veri með þér. Þetta heyrðu krakkarnir, og í nokkra daga loddi við hann auknefnið brjálaði. Hann undi því illa og hugsaði með sér, að hún skyldi þá fá að sjá hvað hann var snarbrjálaður. Eitt sinn þegar hann hafði setið lengi við kvistgluggann og beðið eftir því að hún kæmi auga á hann, smeygði hann sér heldur óvarlega útá þakið. Hún kallaði til hans og hótaði að hringja á lögregluna. Hann blístraði og gerði kúnstir á þakinu, og hún hvarf og kom aftur og sagði að lögreglan væri á leiðinni. Það þótti þeim brjálaða gaman og gerði fleiri og erfiðari kúnstir. En lögreglan kom ekki. Afturámóti kallaði kona rafveitustjórans á börnin sín að koma inn, og með þeirra aðstoð byrgði hún fyrir gluggana á framhlið hússins með hvítum lökum. Þá var gamanið ekki lengur gaman og drengurinn hoppaði niðrá blettinn. Lökin voru rifin niður þegar rafveitustjórinn kom heim úr vinnunni. En þegar hann fór að heiman morguninn eftir setti konan hans þau fyrir aftur. A þessu gekk í rúma viku eða þartil skólinn var á enda í þetta sinn og drengurinn sendur í sveitina. Um haustið voru foreldrar hans fluttir til Reykjavíkur og kona rafveitustjórans hvarf inní endurminninguna til að dofna þar með árunum sem brátt liðu nú í snöggum kippum þess á milli sem þau liðu alls ekki og voru einhliða og jafnvel fátækleg í samanburði við árin á undan þegar líkaminn og sálin voru ennþá eitt. Svo var drengurinn ekki lengur drengur, hann var tvítugur stú- dent og ætlaði til útlanda um haustið, hann langaði til að læra 214
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.