Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 97
A hafinu eina
svolítið. Um sumarið fékk hann góða vinnu og komst ekki hjá því
að gleðjast þegar einhver sjúklingurinn á deildinni var erfiðari en
hann átti að sér, þá fékk fátækur vaktmaður stundum velborgaða
aukavakt, jafnvel tvær.
Einn daginn þegar hann hafði vakað alla nóttina og tekið síðan
dagvaktina einsog honum bar, var honum skipað útí garð með
„stirðbusaflokkinn“. Það var úði og þoka á sundunum, sjúklingarnir
tregir við boltann og nýstúdentinn pirraður og sígeispandi. Þá
gengur til hans kona sem hann mundi eftir að hafa séð áður þarna í
garðinum. Hún nemur staðar fyrir framan hann, horfir á hann og
segir: — Taktu ekki mark á þeim, þær ljúga.
Þá þekkti hann hana á röddinni, þetta var hún, kona rafveitustjór-
ans. Fallega svarta hárið hennar var orðið grátt og rytjulegt, kinn-
arnar skvapmiklar og hýjungur á hökunni.
— Þær ljúga öllu.
Hann kinkaði kolli til samsinnis og velti því fyrir sér um leið
hvort hann ætti að kynna sig; hann var viss um að hún þekkti hann
ekki.
— Hann kemur í heimsókn á morgun, sagði hún.
— Hver þá?
— Þær eiga engan mann, þær öfunda mig. Svo ljúga þær á mig af
því þær öfunda mig. En hann kemur á morgun. Þá geta þær ekki
þrætt lengur. Hvað er langt til jóla?
— Það er sumar.
— Hjúkrunarkonurnar taka símann úr sambandi. Hann er alltaf
að reyna að hringja. Veistu hvað hann segir?
— Nei.
— Hann kemur áreiðanlega á jólunum, heldurðu það ekki?
— Areiðanlega.
— Hann segir, þú ættir að heyra hann segja það, allir ættu að
heyra hann segja það, hann segir að ég sé ennþá lifandi kona.
Svo strauk hún sér yfir hárið og hélt áfram eftir votum grasflet-
inum, stuttum magnlitlum skrefum sem báru vott um mikil lyf.
Þá sá hann sjálfan sig fyrir sér þar sem hann sat drengur við
kvistgluggann og átti sér draum um að sigla um höfin sjö. Nú fann
hann svo vel í þreytu sinni hvernig hann færi aðeins yfir hálft haf,
lægi þar yfir bókum nokkur ár og kæmi síðan aftur til að eyða
215