Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Síða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Síða 97
A hafinu eina svolítið. Um sumarið fékk hann góða vinnu og komst ekki hjá því að gleðjast þegar einhver sjúklingurinn á deildinni var erfiðari en hann átti að sér, þá fékk fátækur vaktmaður stundum velborgaða aukavakt, jafnvel tvær. Einn daginn þegar hann hafði vakað alla nóttina og tekið síðan dagvaktina einsog honum bar, var honum skipað útí garð með „stirðbusaflokkinn“. Það var úði og þoka á sundunum, sjúklingarnir tregir við boltann og nýstúdentinn pirraður og sígeispandi. Þá gengur til hans kona sem hann mundi eftir að hafa séð áður þarna í garðinum. Hún nemur staðar fyrir framan hann, horfir á hann og segir: — Taktu ekki mark á þeim, þær ljúga. Þá þekkti hann hana á röddinni, þetta var hún, kona rafveitustjór- ans. Fallega svarta hárið hennar var orðið grátt og rytjulegt, kinn- arnar skvapmiklar og hýjungur á hökunni. — Þær ljúga öllu. Hann kinkaði kolli til samsinnis og velti því fyrir sér um leið hvort hann ætti að kynna sig; hann var viss um að hún þekkti hann ekki. — Hann kemur í heimsókn á morgun, sagði hún. — Hver þá? — Þær eiga engan mann, þær öfunda mig. Svo ljúga þær á mig af því þær öfunda mig. En hann kemur á morgun. Þá geta þær ekki þrætt lengur. Hvað er langt til jóla? — Það er sumar. — Hjúkrunarkonurnar taka símann úr sambandi. Hann er alltaf að reyna að hringja. Veistu hvað hann segir? — Nei. — Hann kemur áreiðanlega á jólunum, heldurðu það ekki? — Areiðanlega. — Hann segir, þú ættir að heyra hann segja það, allir ættu að heyra hann segja það, hann segir að ég sé ennþá lifandi kona. Svo strauk hún sér yfir hárið og hélt áfram eftir votum grasflet- inum, stuttum magnlitlum skrefum sem báru vott um mikil lyf. Þá sá hann sjálfan sig fyrir sér þar sem hann sat drengur við kvistgluggann og átti sér draum um að sigla um höfin sjö. Nú fann hann svo vel í þreytu sinni hvernig hann færi aðeins yfir hálft haf, lægi þar yfir bókum nokkur ár og kæmi síðan aftur til að eyða 215
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.