Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Side 100

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Side 100
Tímarit Máls og menningar Eg var u.þ.b. viku í Moskvu. Þá kynntist ég forstjóra Det store nordiske. Hann gekk um í pels og með háan hatt og varð aldrei fyrir neinu aðkasti. Hann vildi að ég dveldist þarna nokkrar vikur en það varð ekki úr. Margt, sem ég sá í þessari ferð, gerði mér ómögulegt að ánetjast kommúnisma. Mér varð hið ógeðfellda ástand í Rússlandi ljóst strax á leiðinni til Moskvu þegar spegillinn í lestarvagninum brotnaði. I lestinni voru margir þessir Vesturlandakommúnistar. Ég vissi af Martin A. Nexo þar. Við urðum að skipta um lest á landamærum Póllands og Rússlands því að þar var önnur sporavídd. Það var mikið ónæði um kvöldið og nóttina þegar við komum að landamærunum. Þar voru elskulegir menn sem tóku farangur okkar. Ég lenti í tveggja manna íbúð með manni frá eystri löndunum. Ég fékk efri kojuna og varð að hafa farangurinn uppi á rekki. Strax á næstu stöð glumdi Internationalen og þannig hélt þetta áfram á hverri stöð alla nóttina. Þetta var gert til þess að fagna félögunum að vest- an. Um morguninn tók ég rakvél úr handtösku minni og fór fram til að raka mig. Þegar ég kom aftur var búið að slá niður bekknum og spegillinn brotinn. Síðan kom lestarþjónn með reikning fyrir speglinum. Hann kvað töskuna hafa legið upp við spegilinn og væri það bannað. Ég neitaði að borga en svo komum við á járnbrautarstöðina í Moskvu og þar var maður frá danska sendiráðinu. Hann sagði: „Ég ræð þér til að greiða reikninginn." Það gerði ég með fyrirvara og svo fórum við á gistihúsið. Það var snjór og bjart og gullnu turnarnir nutu sín. Um þessar mundir voru farartækin i Moskvu aðallega hestvagnar. Ég átti að vera uppi á Leningrafhýsinu með öðrum blaðamönnum. Ég kom þar upp og hitti fyrir mann frá Eystrasaltsríkjunum. Svo tók ég upp vasabókina og fór að skrifa í hana mér til minnis. Þá kom þar vörður og bannaði mér það. Ég kvaðst vera blaðamaður og hélt áfram engu að síður. Þetta endurtók sig þrisvar uns hann skellti aftur bókinni milli handa minna. Þá hugsaði ég sem svo: —Hvort er nú betra fyrir Politiken að ég láti taka mig fastan eða sendi þeim línu? Ég fór svo heim á gistihúsið og settist við að skrifa fram til klukkan níu. Síðan náði ég í vagn og byrjaði á því að prútta eins og mér hafði verið kennt. Hann var lengi á leiðinni. A símstöðinni neituðu þeir að taka skeytið nema það væri þýtt á ensku, frönsku eða þýsku. Ég kom því þó óþýddu í gegn og það fór á forsíðu Politikens. Ég hitti svo danska ambassadorinn og kona í sendiráðinu þýddi skeytin eftir þetta. Hún var dóttir ritstjórans á Plensburg Avis. Frá Moskvu fór ég til Leningrad. Mig langaði til að líta þar á söfn o.fl. Ég varð þangað samferða manni sem síðar varð nágranni minn í Bistrup. Hann var hnappasteypari, bjó til hnappa úr svínsblóði, og höfðu Rússar fengið 218
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.