Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 100
Tímarit Máls og menningar
Eg var u.þ.b. viku í Moskvu. Þá kynntist ég forstjóra Det store nordiske.
Hann gekk um í pels og með háan hatt og varð aldrei fyrir neinu aðkasti.
Hann vildi að ég dveldist þarna nokkrar vikur en það varð ekki úr.
Margt, sem ég sá í þessari ferð, gerði mér ómögulegt að ánetjast
kommúnisma. Mér varð hið ógeðfellda ástand í Rússlandi ljóst strax á
leiðinni til Moskvu þegar spegillinn í lestarvagninum brotnaði.
I lestinni voru margir þessir Vesturlandakommúnistar. Ég vissi af Martin
A. Nexo þar.
Við urðum að skipta um lest á landamærum Póllands og Rússlands því að
þar var önnur sporavídd.
Það var mikið ónæði um kvöldið og nóttina þegar við komum að
landamærunum. Þar voru elskulegir menn sem tóku farangur okkar. Ég lenti
í tveggja manna íbúð með manni frá eystri löndunum. Ég fékk efri kojuna og
varð að hafa farangurinn uppi á rekki.
Strax á næstu stöð glumdi Internationalen og þannig hélt þetta áfram á
hverri stöð alla nóttina. Þetta var gert til þess að fagna félögunum að vest-
an.
Um morguninn tók ég rakvél úr handtösku minni og fór fram til að raka
mig. Þegar ég kom aftur var búið að slá niður bekknum og spegillinn
brotinn. Síðan kom lestarþjónn með reikning fyrir speglinum. Hann kvað
töskuna hafa legið upp við spegilinn og væri það bannað. Ég neitaði að borga
en svo komum við á járnbrautarstöðina í Moskvu og þar var maður frá
danska sendiráðinu. Hann sagði: „Ég ræð þér til að greiða reikninginn." Það
gerði ég með fyrirvara og svo fórum við á gistihúsið.
Það var snjór og bjart og gullnu turnarnir nutu sín. Um þessar mundir
voru farartækin i Moskvu aðallega hestvagnar.
Ég átti að vera uppi á Leningrafhýsinu með öðrum blaðamönnum. Ég
kom þar upp og hitti fyrir mann frá Eystrasaltsríkjunum.
Svo tók ég upp vasabókina og fór að skrifa í hana mér til minnis. Þá kom
þar vörður og bannaði mér það. Ég kvaðst vera blaðamaður og hélt áfram
engu að síður. Þetta endurtók sig þrisvar uns hann skellti aftur bókinni milli
handa minna.
Þá hugsaði ég sem svo: —Hvort er nú betra fyrir Politiken að ég láti taka
mig fastan eða sendi þeim línu?
Ég fór svo heim á gistihúsið og settist við að skrifa fram til klukkan níu.
Síðan náði ég í vagn og byrjaði á því að prútta eins og mér hafði verið kennt.
Hann var lengi á leiðinni.
A símstöðinni neituðu þeir að taka skeytið nema það væri þýtt á ensku,
frönsku eða þýsku. Ég kom því þó óþýddu í gegn og það fór á forsíðu
Politikens. Ég hitti svo danska ambassadorinn og kona í sendiráðinu þýddi
skeytin eftir þetta. Hún var dóttir ritstjórans á Plensburg Avis.
Frá Moskvu fór ég til Leningrad. Mig langaði til að líta þar á söfn o.fl. Ég
varð þangað samferða manni sem síðar varð nágranni minn í Bistrup. Hann
var hnappasteypari, bjó til hnappa úr svínsblóði, og höfðu Rússar fengið
218