Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Síða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Síða 111
Ævintýr í Moskvu konar andlegur Internationale, en sem alþjóðasamtök áttu þau skamma sögu. Hins vegar urðu þau langlíf og nokkuð áhrifamikil á Frakklandi og skandínavísku löndunum, ekki síst í Svíþjóð. Að Clarté-samtökunum stóðu stúdentar og háskólamenn, einkum vinstri- sinnaðir sósíaldemókratar, kommúnistar og óflokksbundnir róttækir menntamenn. Á þriðja áratugnum einkenndust Clarté-samtökin á Norðurlöndum framar öðru af þjóðfélagskenningum Karls Marx og sálfræðikenningum Sigmund Freuds. Var raunar unnt að tala annars vegar um þjóðfélagslegan arm og hins vegar um sálfræðilegan arm samtakanna eftir áhugaefnum félagsmanna.15) Clarté-félögin störfuðu í háskólaborgum. Elst var Clarté í Lundi, stofn- að 1922, en fljótlega voru stofnuð Clarté-félög í Kaupmannahöfn, Osló, Uppsölum, Stokkhólmi og Gautaborg. Árið 1927 var stofnað norrænt samband Clarté-félaga með aðsetur í Osló, og það var þetta Clarté-samband er stóð fyrir stúdentaförinni til Sovétríkjanna. Fararstjóri var Johan Vogt, síðar hagfræðiprófessor við Óslóarháskóla. I Osló voru raunveruleg völd innan Clarté í höndum félagsskaparins Mot Dag sem gaf út samnefnt tímarit. I Mot Dag ríkti mun strangari flokksagi og harðlínustefna en í öðrum Clarté-félögum. Sá munur á afstöðu olli nokkrum væringum í stúdentasendinefndinni. I förinni voru sjö Norðmenn, fimm Svíar, fjórir Danir og tveir Islending- ar, Jakob Gíslason, síðar orkumálastjóri, sem þá var við verkfræðinám í Kaupmannahöfn, og Davíð Stefánsson skáld. Það var Einar Olgeirsson, síðar alþingismaður, sem þá átti heima á Akureyri, er hafði meðalgöngu um að Davíð var boðið. Ekki hefur við samningu þessarar greinar verið hirt um að hafa upp á öllum samferðamönnum Davíðs í þessari ferð, en frá Noregi fóru m.a. auk Johan Vogts: Hans Vogt, síðar rektor Oslóarháskóla; Karl Evang, síðar þekktur læknir í Ósló; Gerda Moe, er síðar giftist Karl Evang, og Carsten Boysen, síðar arkitekt. Frá Svíþjóð fóru: Erik Mesterton, skáld; Karin Boye, skáld; Leif Björk, eiginmaður Karin Boyes; Melker Johnsson, síðar dósent við Gautaborgarháskóla, og Stellan Arvidson, rithöfundur. Frá Danmörku fóru m.a.: Otto Gelsted, rithöfundur, og Hermod Lannung, síðar málafærslumaður. Hann hafði áður dvalist í Sovétríkjunum og var annar tveggja í hópnum sem kunnu rússnesku.16) Hér verður ferð þessarar stúdentasendinefndar ekki rakin í smáum atriðum, en um hana skrifuðu m.a. Melker Johnsson átta langar greinar í Ny Tid í Gautaborg.17) Otto Gelsted sendi átta króníkur í Ekstrabladet í 229
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.