Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 111
Ævintýr í Moskvu
konar andlegur Internationale, en sem alþjóðasamtök áttu þau skamma
sögu. Hins vegar urðu þau langlíf og nokkuð áhrifamikil á Frakklandi og
skandínavísku löndunum, ekki síst í Svíþjóð.
Að Clarté-samtökunum stóðu stúdentar og háskólamenn, einkum vinstri-
sinnaðir sósíaldemókratar, kommúnistar og óflokksbundnir róttækir
menntamenn.
Á þriðja áratugnum einkenndust Clarté-samtökin á Norðurlöndum
framar öðru af þjóðfélagskenningum Karls Marx og sálfræðikenningum
Sigmund Freuds. Var raunar unnt að tala annars vegar um þjóðfélagslegan
arm og hins vegar um sálfræðilegan arm samtakanna eftir áhugaefnum
félagsmanna.15)
Clarté-félögin störfuðu í háskólaborgum. Elst var Clarté í Lundi, stofn-
að 1922, en fljótlega voru stofnuð Clarté-félög í Kaupmannahöfn, Osló,
Uppsölum, Stokkhólmi og Gautaborg.
Árið 1927 var stofnað norrænt samband Clarté-félaga með aðsetur í
Osló, og það var þetta Clarté-samband er stóð fyrir stúdentaförinni til
Sovétríkjanna. Fararstjóri var Johan Vogt, síðar hagfræðiprófessor við
Óslóarháskóla.
I Osló voru raunveruleg völd innan Clarté í höndum félagsskaparins
Mot Dag sem gaf út samnefnt tímarit. I Mot Dag ríkti mun strangari
flokksagi og harðlínustefna en í öðrum Clarté-félögum. Sá munur á afstöðu
olli nokkrum væringum í stúdentasendinefndinni.
I förinni voru sjö Norðmenn, fimm Svíar, fjórir Danir og tveir Islending-
ar, Jakob Gíslason, síðar orkumálastjóri, sem þá var við verkfræðinám í
Kaupmannahöfn, og Davíð Stefánsson skáld. Það var Einar Olgeirsson,
síðar alþingismaður, sem þá átti heima á Akureyri, er hafði meðalgöngu
um að Davíð var boðið.
Ekki hefur við samningu þessarar greinar verið hirt um að hafa upp á
öllum samferðamönnum Davíðs í þessari ferð, en frá Noregi fóru m.a. auk
Johan Vogts: Hans Vogt, síðar rektor Oslóarháskóla; Karl Evang, síðar
þekktur læknir í Ósló; Gerda Moe, er síðar giftist Karl Evang, og Carsten
Boysen, síðar arkitekt. Frá Svíþjóð fóru: Erik Mesterton, skáld; Karin
Boye, skáld; Leif Björk, eiginmaður Karin Boyes; Melker Johnsson, síðar
dósent við Gautaborgarháskóla, og Stellan Arvidson, rithöfundur. Frá
Danmörku fóru m.a.: Otto Gelsted, rithöfundur, og Hermod Lannung,
síðar málafærslumaður. Hann hafði áður dvalist í Sovétríkjunum og var
annar tveggja í hópnum sem kunnu rússnesku.16)
Hér verður ferð þessarar stúdentasendinefndar ekki rakin í smáum
atriðum, en um hana skrifuðu m.a. Melker Johnsson átta langar greinar í
Ny Tid í Gautaborg.17) Otto Gelsted sendi átta króníkur í Ekstrabladet í
229