Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Side 123

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Side 123
sko. nei já ég fatta það ekki, ég bara fatta það ekki. hvað menn eru að vilja í skóla. aldrei aldrei svoleiðis dellu meir. já þetta er satt. ég get svoleiðis sagt þér það að þessir gömlu verkakallar, þetta voru mikið orígínalar og snillingar hreinlega. voru með í gúttóslagnum og svona! já, svo eru það bara heimsreisur milli vertíða. jájá það er nú eitt málið. þessar helvítis kjarnafjölskyldur. þær hafa eyðilagt gjörsamlega hressa drykkjumenn. (19) Guðjón ætlar semsé að gerast farandverkamaður, vinna sér inn pening með orígínölum og snillingum þar sem eru verkakallar og sjómenn, og ferðast þess á milli. Hann reynir fyrir sér á ýmsum stöðum en gefst alltaf upp, því kvorki finnur hann fyrir snillinga, né heldur reynist hann sjálfur hafa bol- magn og raunverulegan vilja til að stunda erfiðisvinnu. Fer því ösnunum að fjölga og möguleikunum að fækka í lífi Guðjóns, að því er virðist. En þá er það að Guðjón „nær í“ draumadís sína úr menntaskóla, „gull- ströndina“ Guðnýju. Og þótt mórall þeirra félaga sé á móti of föstu sambandi við kvenfólk, stenst hann ekki mátið og fer að búa með Guðnýju og lætur í vímu ástarinnar innrita sig í íslensku- deild H.I. Þessar aðgerðir reynast þó skammgóður vermir, því með þessu er hann alveg búinn að svíkja flakk-og- flipp málstaðinn. Hann er utanveltu innanum gervigreindarfroðusnakkana í heimspekideildinni, Guðný er að vísu það eina sem gefur lífi hans gildi, en staðan hefur breyst: Reyndar voru ekki allar mínar sálarflækjur leystar þó ég væri Umsagnir um bakur búinn að ná í stúlkuna sem ég elskaði. Aður, meðan þetta var aðeins draumur sem ég hélt að aldrei myndi rætast, var hún í huga mínum sjálfvirk lækning á öllu þunglyndi. (66) Því er það að Guðjón stenst ekki áfrýjunarorð Lúlla, kjörímyndarinnar í töffaraskap, þess efnis að hann hafi tekið stefnuna á "kjarnafjölskylduna Grjótaþorpið og kennarann" (124) og ákveður að skella sér með honum austur á firði, í ”frelsið“. En það verða enn ein vonbrigðin, hvorki rætist þar draumurinn um sjómannslífið, ”rólegt stím . . . ástir og víf í höfnum“ né hresst frystihúsalífið með farandverkafólk í broddi fylkingar og mikla pólitíska hörku. (30) Til að hefna sín á öllu heila klabbinu stela þeir félagar bát á fylleríi, en stranda því miður í þessu óskil- greinda frelsi sem túrinn átti að veita þeim . . . Mér þykir ótvírætt að Einar Kárason gjörþekki af eigin raun það mannlíf sem hann lýsir í Þetta eru asnar Guðjón. Væntanlega má túlka bókina að nokkru leyti sem endurmat höfundar á hug- myndaheimi og lífsstíl ungdómsáranna, sbr. ljóðið Sjálfsgagnrýni í fleirtölu sem vitnað var til hér að framan. Þegar frá- sagnaraðstæður eru slíkar er sú hætta fyrir hendi að höfundar fyllist ljúfsárum söknuði eða líti bálreiðir um öxl, að þeim liggi of mikið á við að „skrifa sig frá“ tilteknum köflum úr lífi sínu til að þeim takist að gefa frásögninni verulega listrænt gildi og víðari skírskotun, svo að hún verði annað og meira en sársaukafull (og e.t.v. pínleg) nafla- skoðun. En fjarri fer því að Einar Kárason hafi fallið í slíkar botnholur. Persónu- 241
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.