Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Side 126

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Side 126
Tímarit Máls og menningar ir í þessum kafla, einkum þegar hann lýsir andstæðunum sem dragast ómótstæðilega hvor að annarri (16— 17): Þú ert húm sem leitar húmi sínu langra daga og ljóss eins og vatnið leiti vatni sínu vænghvítra stranda Þau eru andstæður og ást þeirra er hverful, í lok kaflans sér fyrir endann á henni. Sama aðsókn er að skáldi í kaflanum Forvitið lognhvítt haf (59). Æskan vitj- ar hans á ný í ástinni(63): Þú ert bros Þú ert vor Þú ert vormilt bros Astunum líkir hann við ferðalag út í óvissuna með lítið nesti að vori, svo fyrr en varir reytir golan blöð af birkinu, „eins og þú sérð sóttu haust og vindar á hjarta rnitt" — og svo eitt kvöld fer lúinn maður úr lífi þínu, gengur í jörðina gamall maður með gullbúinn staf Óþol og leynda ást má einnig greina í kaflanum Hægt koma blóm í heimsókn. Einnig þar lýsir Matthías karlmanni með hart hjarta sem upplifir mjúka til- finningu að vori. Það má sjá sjálfsháð í þessu ljóði, hinn miðaldra karl skilur ekki lengur tilfinningarnar sem grípa hann (107): eitt spor, ein snerting, óljós fögnuður, en enginn veit af hverju þessi titringur, hann fer um fína strengi í hjarta hans; engu líkara en fiðlubogi vorsins strjúki gamlar kattagarnir Einnig þetta vor er örstutt. I sama kafla má finna óþreyjufulla uppreisn gegn sjúkleika og dauða í ljóðinu Inn í skelina, og jafnvel uppreisn gegn guði, því er það ekki hann „sem að lokum brýtur allt og týnir"? (111) Sérkennilegt við ástarljóðin er hinn fjarlægi tónn, upphafningin á konunni og sambandinu við hana. Það er ekkert stríð milli kynjanna í þessum ljóðum, nú á tímum harðrar jafnréttisbaráttu, engin togstreita. Þetta eru hefðbundin ástarljóð að því leyti. Karlmaðurinn er gerandinn og sá sem valdið hefur — það eina sem hann hefur á móti sér er aldur- inn. Fyrir árunum verður hann að beygja sig og það sárnar honum að vonum. Það er mikil ferð á þessum karl- manni, hann stikar um, frakkaklæddur, hleypur, flýtir sér, enda tíminn dýr- mætur — og þegar hann er kyrr fara tilfinningar hans á fulla ferð. Þetta er kraftmikill maður og honum gremst að „senn fellur einnig að“ (65). Öllu óljósari er konan sem hann yrk- ir til og varla einhöm. Þar er bæði sá persónugervingur æsku og ástar sem hér hefur verið rætt um og önnur jarðneskari kona, gamalkunn, t.d. í Við- ljóðum (129—135). Skemmtilega tví- rætt er ljóðið Marglyndi (35) þar sem lýst er grænum, bláum og brúnum augum. Ekki er ljóst hvort stúlkan er ein með margbreytilegan augnalit — eða stúlkurnar þrjár og skáldið marg- lynt. Þótt Matthías Johannessen trúi 244
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.