Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Síða 130

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Síða 130
Tímarit Máls og menningar Þegar viðmælendurnir í þessari bók rifja upp fortíð sína fáum við svolitla innsýn inn í samfellt basl og fátaskt í verkalýðsstétt hér á landi undanfarna áratugi. Það kemur fram í einu við- talanna að það er ekki nema u.þ.b. aldarfjórðungur síðan að meðalstór verkamannafjölskylda hírðist í sumar- bústað við Rauðavatn, þar sem ekki var rennandi vatn. Síðan lá leiðin í Höfðaborgina. Raunar eru hús- næðisvandræðin eins og rauður þráður í gegnum bókina. Það reynist verkafólki erfitt að koma sér upp þaki yfir höfuðið þegar kjallaraíbúð kostar sem svarar dagvinnulaunum verkamanns í 5 ár. Þá verður ljóst af lestri þessarar bókar hversu jafnréttiskröfur á borð við „Sömu laun fyrir sömu vinnu“ eiga langt í land ennþá. Karlmenn láta einfaldlega ekki bjóða sér sömu kjör og konur verða að sætta sig við og þegar sam- dráttur verður hjá fyrirtækjum eru það konurnar sem fyrst eru sendar heim. Inga Huld bendir líka á það í eftirmála hversu lítil laun heimsins eru til þeirra kvenna sem yfirgefa heimili og börn og gangast undir tvöfalt vinnuálag. Virð- ingin fyrir hinu göfuga móðurhlutverki reynist ekki mikil þegar kemur að aðbúnaði á vinnustað, borgarskipulagi eða launakjörum. Þvert á móti ganga atvinnurekendur sennilega aldrei eins langt í að hunsa samningsbundin réttindi og þegar láglaunakonur eiga í hlut. Höfundur nýtur reynslu sinnar sem blaðamaður við samningu bókarinnar. Inga Huld gerir meira en að skrásetja samræður. Henni er einkar lagið að bregða upp mynd af persónum í fáum orðum og láta umhverfi þeirra tala. Þannig segir t.d. lýsingin á fiskverkun- arkonu einni um fimmtugt, sárkvalinni af liðagigt eftir margra áratuga strit, aðra sögu en orð hennar sjálfrar, sem gera heldur lítið úr baslinu og lýsa sáttfýsi við heiminn: „Stjörf af þreytu eftir þennan langa vinnudag situr hún í sófa með útsaumaða púða við bakið og breytir varla um stellingu allan tímann sem við tölum saman. Það er næstum eins og hún sé liðamótalaus, en hún er ekkert óhress í tali.“ (bls. 93—4). Enda þótt frásögn viðmælenda höf- undar sé því oft með nokkrum létt- leikablæ er eins og óánægja og vonir um betra líf blundi undir sléttri og felldri frásögninni og skjótist við og við upp á yfirborðið. Enda eru markmið og niðurstöður þessarar bókar nokkuð annars eðlis en hjá höfundi ferðabók- arinnar frá aldamótunum sem Inga Huld vitnar í í formálanum. Sú kona taldi „að ráðlegast væri að vekja ekki athygli vinnukvennanna á þeirra aumu launakjörum. Það mundi bara gera þær óánægðar með lífið . . .“ (bls. 7). Slík óánægja birtist hjá einni konunni sem hér er rætt við í von um vinning í happdrætti eða bingó og þarmeð mögu- leika á að gera smávægilega breytingu á högum sínum. Onnur gerði könnun meðal samstarfskvenna sinna í frystihúsinu, sem leiddi í ljós að „konur ætla ekki í fiskvinnu, þær lenda þar. . . . Engin þeirra sagðist mundu fara í fiskvinnu, ætti hún að byrja lífið að nýju. Þær nefndu næstum allt annað, frá hárgreiðslu til veðurfræði." (bls. 115). Titill bókarinnar vísar til þeirra vona um annað hlutskipti, sem birtast í slík- um svörum, og hún fjallar um afdrif þeirra þegar komið er út á íslenskan vinnumarkað þar sem líf og heilsa gengur kaupum og sölum á spott- prísum. Árni Óskarsson. 248
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.