Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 11

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 11
Nicolás Guillén ingnum mikill missir. Móðir hans, Argelia Batista, bjó alla sína ævi í Camagúey og andaðist þar í hárri elli 1965. Guillén lauk stúdentsprófi í fæðingarborg sinni 1920, en hafði þá um tveggja ára skeið unnið sem prentari í dagblaðsprentsmiðju og stundað námið á kvöldin. Prentiðnina hafði hann numið í bernsku, í prent- smiðju dagblaðsins La Libertad, sem faðir hans ritstýrði. Haustið 1920 fór hann til Havana og hóf nám við lagadeild háskólans þar, en lítið varð úr því námi. Kom þar hvorttveggja til, fátækt námsmannsins og áhugi hans á fagurbókmenntum á kostnað lögfræðinnar. Hann var semsé farinn að yrkja, og birtust fyrstu ljóð hans á prenti þetta ár. I æskuljóðum Guilléns, sem birtust í tímaritum og blöðum en aldrei í bókarformi, gætir áhrifa frá módernistum. Sú bókmenntastefna var þá runnin sitt skeið á enda í Suður-Ameríku og eru endalok hennar oft miðuð við dánardag nicaraguanska skáldsins Rubén Darío 1916. Á Kúbu lifði stefnan þó lengur, en hún átti ekki langa framtíð fyrir höndum. Síðar á ævinni fann Guillén þessum módernistaskáldskap sínum flest til foráttu og afneitaði með öllu þeirri fáguðu og oft innantómu fegurðardýrkun sem einkenndi fyrstu ljóð hans. Meðfram skáldskapnum stundaði Guillén blaðamennsku og knæpu- líf, ýmist í Havana eða Camagúey. I fjögur ár orti hann ekkert til birtingar, en kom þá fram á sjónarsviðið með ljóð sem vöktu þegar í stað mikla athygli, enda kvað þar við nýjan tón. Fyrsta ljóðabók hans, Motivos de son, kom út 1930, árið eftir gaf hann út Songoro cosongo, sem bar undirtitilinn „Múlattaljóð“, og 1934 kom svo West Indies Ltd. Með þessum bókum ávann hann sér sæti á þeim skáldapalli þar sem hann hefur setið síðan og notið sívaxandi ástsældar og virðingar. Bækur hans eru orðnar ótal margar á löngum ferli og verða ekki taldar upp hér. Reynum heldur að gera okkur grein fyrir sérkennum skáldsins, ástæðunum fyrir því að hans er getið í sömu andrá og mestu skálda álfunnar, einkum manna einsog Pablo Neruda og Cesar Vallejo. Kúbönsk menning er stundum kölluð múlattamenning og er inn- fæddum gjarnt að líkja henni við hanastél, sem hrist hefur verið úr ólíkum og fjarskyldum hefðum, þar sem hæst ber spænsk og afrísk áhrif. Lengi vel, meðan þjóðin var í mótun ef svo mætti að orði komast, var þó hvíta menningin sú eina sem viðurkennd var sem menning. Svörtu þrælarnir og afkomendur þeirra voru varla taldir húsum hæfir þegar svo háfleyga hluti bar á góma, þótt þeir þættu kannski góðir til síns brúks á uppskeruhátíðum með lendaskak og slagverk. Það var einmitt í tónlistinni sem hinar ólíku hefðir runnu saman hvað greið- 505
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.