Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 27
Sjöföld en þó samein stjarna fleiri hnatta getur eins legið í rúminu á milli þeirra, eins og í einhverjum þeirra.“ Stjarnfræðingarnir sem Gröndal nafngreinir voru þýzkir, Wil- helm von Struve (1793 — 1864) og Heinrich Mádler (1794—1874). Þeir störfuðu báðir um árabil í Dorpat (Tartu) á Eistlandi. Fram eftir 19. öld var þar þýzkur háskóli, vísindasetur mikið. Struve rannsakaði mest tvístirni, en Mádler tunglið. Sá fyrrnefndi lagði grunn að meginstjörnustöð Rússa í Pulkowo nálægt Sánkti-Péturs- borg og stjórnaði henni; Mádler var æðstur maður stjörnustöðvar- innar í Dorpat 1840—1865. Þennan smáfróðleik getur að lesa í uppflettibókum handa almenningi, og sitthvað fleira í svipuðum dúr, sem snertir síður þessa stuttu hugleiðingu. Stjarnfræðingum skal hins vegar látið eftir það sem flóknari stjarnfræði heyrir. Grímur Thomsen hefur hlotið að þekkja skýringar Gröndals við Hugfró, þær stóðu á bók tuttugu og tveimur árum fyrr en kvæði hans um Sjöstjörnuna. Of lítið væri þó gert úr lestri Gríms ef sagt væri að þaðan, og einungis þaðan, kæmi honum vitneskjan um Halcýóne sem miðju alheims. Hann mun, engu síður en Gröndal, hafa vitað það sem „Mádler og Struve (og raunar fleiri á seinustu tímum)“ héldu fram um stjörnugeiminn. Grímur Thomsen var lærdómsskáld. Þess vegna er nærtækt að álykta að hann hafi kristinn vísdóm í huga þegar hann yrkir, með áherzlu á fyrsta orði: sjöföld en þó samein stjarna . . . I aldagamalli táknfræði kristninnar merkir sjötalan „fullkomna heild“. Allt þótti benda til, ritar Sigurbjörn Einarsson í skýringum sínum við Opinberun Jóhannesar, „að þessi tala væri kennimark guðlegrar heildar". Það er líklega af þeim sökum að Grímur Thom- sen, maður kristinnar trúarfestu þrátt fyrir dálæti á heiðnum arfi, norrænum og grísk-latneskum, lætur sér þá stjörnufræði vel líka, að miðju sköpunarverksins sé að finna í Alcýóne, sem er björtust stjarnanna sjö, héðan að sjá úr mannheimi. 521
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.